Húni II. EA í slipp á Akureyri

216201_661911317158341_927514338_n[1]
 
Húni II. EA 740 í nýmálaður í slipp á Akureyri. Það er til mikillar fyrirmyndar hvað Akureyringar hafa verið duglegir og ákveðnir í að halda þessu fallega tréskipi við. Fjölmargir menn sem kalla sig hollvinir Húna II ef ég man rétt undir forustu Steina P. hafa unnið í sjálfboðavinnu við að laffæra ymislegt í þessu skipi, margir eru þessir menn komnir á eftirlaun, gamlir sjómenn hásetar, kokkar, skipstjórar og stýrimenn, vélstjórar og lögreglumenn sem hittast þarna um borð og allir með sama markmið að varðveita Húna II. Það hefur þeim tekist svo eftir er tekið, nú stefna þeir á að sigla hringin í kringum landið og sýna skipið.
-----
Mynirnar tók fyrir nokkrum dögum Steini P. hollvinur Húna II. en vinur minn Heiðar Kristinsson skipaskoðunarmaður sendi mér þær og ég stóðst ekki að setja þær hér á bloggið mitt.

 

 

283915_661910883825051_676833952_n[2]

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll vinur minn Sigmar. Aðeins varð mér á í messunni þegar ég sendi þér myndirnar því þær eru ekki teknar af mér heldur Steina Pje sem sendi mér þær. Rétt að taka þetta fram því karlinum gæti sárnað. Annars eru það forréttindi þín að fá að skoða Húna II þó að ég hlypi í skarðið í þetta skipti í forföllum þínum. Í slippnum á Akureyri voru líka Steini Vigg og Náttfari, Draumur og Níels Jónsson nýfarnir og Númi væntanlegur á næstunni. Allt gullfallegir eikarbátar sem gaman er að að skuli vera í notkun og í góðri umhirðu. Mér finnst það eiginlega menningarauki að halda þessum bátum úti. Með góðri kveðju Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband