6.5.2013 | 12:18
Heilsufarslýsing
Heilsufarslýsing
Held mér varla vakandi,
til verka lítið takandi.
Heyrn og sjón fer hrakandi,
í hrygg og leggjum brakandi.
Í hugsun úti akandi,
öllum tökum slakandi.
Mér svo áfram mjakandi,
mæðu frá mér stjakandi.
Sjálfan mig ásakandi,
sífellt vanda bakandi.
Berst sem laufið blakandi,
byrðin elli er þjakandi.
Ef ég fengi úr því bætt,
eflaust mig gæti kætt.
Öllu mæðu masi hætt,
meðan er á fótum stætt..
Eftir Ágúst Sæmundsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.