28.4.2013 | 15:42
Hátíđ hafsins er rangnefni á Sjómannadeginum
Ţessa grein skrifađi ég fyrir ári síđan og tel ţađ í lagi ađ endurtaka hana hér á blogginu mínu í von um ađ sjómenn hugsi sinn gang í sambandi viđ Sjómannadaginn.
Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum 1971mynd Sigurgeir Jónasson
Sjómannadagurinn er ekki hátíđ hafsins.
Í Vestmannaeyjum er Sjómannadagurinn einn skemmtilegasti hátíđardagur ársins og viđ peyjarnir sem áttum sjómenn sem feđur sem og ađra ćttingja vorum svo sannarlega stoltir af ţví ađ tengjast ţeim og ţar međ Sjómannadeginum. Ţegar ég síđar gerđi sjómennskuna ađ ćvistarfi mínu, gerđi ég mér fljótt grein fyrir ţví ađ ţessi dagur er miklu meira en skemmtun í tvo daga.
Gamlar myndir frá Sjómannadegi í Vestmannaeyjum sem Friđrik Jesson tók.
Sjómannadagurinn er órjúfanlegur hluti af stéttarbaráttu og kynningu á starfi sjómanna. Í Vestmannaeyjum má segja ađ allir tengist sjómönnum á einn eđa annan hátt eins og víđa í útgerđarbćjum landsins. Á Sjómannadaginn kynnum viđ sjómannsstarfiđ, minnumst ţeirra sem hafa látist og sérstaklega ţeirra sem látist hafa í slysum á sjó, heiđrum aldna sjómenn og ekki hvađ síst gerum viđ okkur glađan dag međ fjölskyldum, vinum og skipsfélögum. Sjómannadagsráđ Reykjavíkur og Hafnarfjarđar sér Sjómannadaginn öđrum augum, ekki sem Sjómannadag heldur sem dag hátíđar hafsins. Ţađ er óskiljanlegt ađ sjómenn skuli ekki mótmćla ţví ađ Sjómannadagurinn skuli vera tekinn eignarnámi og nefndur Hátíđ hafsins í Reykjavík međ vitund og vilja stćrstu sjómannafélaga landsins.
Hafiđ hefur tekiđ líf margra sjómanna sem voru ćttingjar okkar, vinir og skipsfélagar. Ţess má geta til fróđleiks ađ á árunum 1962 til 1992 árin sem undirritađur stundađi sjó frá Vestmannaeyjum, fórust 58 sjómenn sem voru á bátum frá Eyjum, og eru ţá taldir međ ţeir Eyjasjómenn sem fórust og stunduđu tímabundiđ sjó annarsstađar á landinu á sama tíma. Ţessi tala um dauđaslys á sjó er mun hćrri og skiptir hundruđum ef taldir eru allir ţeir sjómenn sem fórust á ţessu tímabili. Ţađ er eitt af markmiđum Sjómannadagsins ađ minnast ţessara manna, og er minningarathöfn viđ minnisvarđann viđ Landakirkju ein eftirminnilegasta stund Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum . Finnst mönnum ţađ viđeigandi ađ minnast ţeirra sjómanna sem farist hafa á hafi úti og margir ţeirra gista hina votu gröf, á degi sem kallađur er Hátíđ hafsins? Ađ mínu viti er ţetta fráleitt og móđgandi fyrir íslenska sjómenn. Ţessi gjörningur Sjómannadagsráđs er farinn ađ smita út frá sér og sjómenn í hugsunarleysi farnir ađ breyta nafni dagsins.
Í Ţorlákshöfn ţar sem flest snýst um sjóinn, hafa ţeir á síđustu árum apađ ţetta eftir Reykjavíkurfélögunum og uppnefna Sjómannadaginn sinn Hafnardaga. Sjómenn gera sér ekki grein fyrir ţví hvađ Sjómannadagurinn er sjómönnum mikilvćgur hvađ varđar kynningu á starfi sjómanna, hann er okkar hátíđisdagur, ekki hátíđ hafsins. Í lögum um Sjómannadaginn segir m.a: Viđ tilhögun Sjómannadagsins skulu m.a. eftirfarandi markmiđ höfđ ađ leiđarljósi:
1. Ađ stuđla ađ ţví ađ Sjómannadagurinn skipi verđugan sess í íslensku ţjóđlífi.
2. Ađ efla samhug međal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuđla ađ nánu samstarfi ţeirra.
3. Ađ heiđra minningu látinna sjómanna, ţá sérstaklega ţeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi.
4. Ađ heiđra fyrir björgun mannslífa og farsćl félags- og sjómannsstörf.
5. Ađ kynna ţjóđinni áhćttusöm störf sjómanna og mikilvćgi starfanna í ţágu ţjóđfélagsins.
Eitt af lagaskyldum Sjómannadagsráđsins er líka: Ađ beita sér í frćđslu og menningarmálum er sjómannastéttina varđa og vinna ađ velferđar- og öryggismálum hennar. Međ ţví ađ uppnefna Sjómannadaginn Hátíđ hafsins er ekki veriđ ađ stuđla ađ ţví ađ Sjómannadagurinn skipi verđugan sess í íslensku ţjóđlífi, ţví síđur eflir ţađ samhug sjómanna eđa kynnir ţjóđinni áhćttusöm störf ţeirra og mikilvćgi. Engan starfandi sjómenn hef ég hitt sem er ánćgđur međ ţessa nafnbreytingu. Nokkrir segja ţetta afleiđingu ţess ađ sum af stéttarfélögum sjómanna hafa veriđ sameinuđ stórum landfélögum og ţar međ hafa tekiđ völdin menn sem hafa lítinn skilning og takmarkađan áhuga á sjómannsstarfinu. Forustumenn í stéttarfélögum sjómanna í Reykjavik hafa sagt mér ađ ef Faxaflóahafnir hefđu ekki tekiđ ţátt í kostnađi viđ hátíđahöld Sjómannadagsins, hefđi dagurinn sennilega lagst af. Hefur stjórn Faxaflóahafna ţá sett ţau skilyrđi til styrkja, ađ nafn Sjómannadagsins verđi ţurrkađ út og breytt í Hátíđ hafsins? Samţykkti Sjómannadagsráđ ţessa nafnbreytingu Hvađ vakir fyrir ţeim 34 stjórnarmönnum sjómannafélaga og stjórn Faxaflóahafna ađ vilja breyta nafni Sjómannadagsins? Hvers vegna má hann ekki heita sínu rétta nafni Sjómannadagur ?.. Er ţetta kannski einn liđurinn enn til ţess ađ ţagga niđur í sjómönnum?.Allir hugsandi sjómenn hljóta ađ sjá ađ ţessi breyting á nafni Sjómannadagsins er niđurlćgjandi fyrir sjómannastéttina.
Sigmar Ţór Sveinbjörnsson
Stýrimađur.
Athugasemdir
Heill og sćll frćndi. Ég er heilshugar sammála ţér. Ég held ađ stoltiđ sé búiđ í íslenskum sjómönnum. Eins og Íslensku ţjóđinni allavega ţeim sem vilja ganga í ESB.
Ég vona ađ ţú hafir kosiđ rétt eins og ég, viđ klikkum ekki 1946 módeliđ. mbk. Stjáni
Kristján Óskarsson (IP-tala skráđ) 28.4.2013 kl. 18:04
Heill og sćll frćndi, já alla vega finnst mér báráttuáhugan vanta í íslenska sjómenn hvađ varđar ađ verja stöđu sína sem sjómenn, ţegar ţeir geta ekki einu sinni variđ Sjómannadaginn fyrir áhugalausum forustumönnum. Auđvitađ kaus ég rétt eins og sönnum flokkafćking sćmir Stjáni minn.
Kćr kbeđja
Sigmar Ţór Sveinbjörnsson, 29.4.2013 kl. 21:22
Sćlir gömlu sjóhundar.
Rétt hjá Simma, hátíđ hafsins er móđgun viđ sjómenn og fjölskyldur ţeirra. Ţađ er eins og sumir vilji ekki kannast viđ ađ sjómenn séu til í ţessu landi. Alveg til háborinnar skammar. Viđ Eyjamenn höfum ekki bognađ fyrir ţessari vitleysu. Höldum SJÓMANNADAGINN heilagan og minnum á störf sjómanna Íslands. Viđ reynum eftir fremsta megni ađ halda ţessu á lofti en betur má ef duga skal. Nú eru ađ koma ungir og ferskir menn ađ starfinu og međ nýjum mönnum koma nýjar hugmyndir. Vonandi verđur ţađ til ţess ađ lyfta Deginum okkar á enn hćrri sess en nú er.
Valmundur Valmundsson, 30.4.2013 kl. 13:36
Ps heyrđi ađ Stjáni hefđi kosiđ framsókn!!
Valmundur Valmundsson, 30.4.2013 kl. 13:37
Heill og sćll Valmundur og ţakka ţér kćlega fyrir ţetta innlegg ţitt. Já sjómenn í Vestmannaeyjum halda sínu striki og verja Sjómannadaginn. Vonandi opnast augu sjómanna sem enn samţykkja ađ Sjómannadagurinn ţeirra sé ţurkađur út af misvitrum forustusauđum.
Kćr kveđja
Sigmar Ţór Sveinbjörnsson, 1.5.2013 kl. 00:05
Stjani upplýsir okkur örugglega hvađ hann kaus, ég held samt ađ Stjáni frćndi minn sé flokkaflćkingur eins og ég og viđ kjósum eftir sannfćringu okkar hverju sinni. Ţađ er sjaldnast sami flokkur
Sigmar Ţór Sveinbjörnsson, 1.5.2013 kl. 00:09
Sćll frćndi. já ég er flokka flćkingur, eins og ţú.
mbk. Stjáni
Kristján óskarsson (IP-tala skráđ) 1.5.2013 kl. 22:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.