25.4.2013 | 22:36
Bilun í TF- GNÁ
Þarna hefur eins og svo oft áður gæfa fylgt þyrlu og áhöfn hennar að vera ekki yfir sjó langt frá landi. Þessi frábæru björgunartæki geta auðvitað alltaf bilað og þess vegna er það nayðsynlegt að alltaf séu tilbúnar tvær þyrlur ef þarf að fara á haf út til björgunar. Það er oft hættulegt að fara í slæmu veðri á haf út til bjögunar sjómönnum. Við skulum meta þetta og berjast fyrir því að landhelgisgæslan eignist sem fyrst nýjar og fullkomnar þyrlur af bestu gerð, þannig að áhafnir á þessum björgunartækjum séu eins öruggar og hægt er og þær geti haldið afram þeim björgunarstörfum sem þær eru nú þegar orðnar margfrægar fyrir.
Þyrla Gæslunnar nauðlenti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.