14.4.2013 | 20:52
Fræka í heimsókn frá Bergen í Noregi
Um helgina fengum við skemmtilega heimsókn, það er frænku mína sem heitir Sandra Sveinbjörnsson, hún er dóttir Guðbjartar bróðir míns og býr í Bergen í Noregi. Með henni kom einnig í mat hjá okkur Kópavogsbúinn og frændi minn Grétar Aðils bróðir hennar . Við borðuðum saman stórfjölskyldan en það vantaði því miður Gísla og Hrund og fjölskyldu en þau búa á Vopnafirði. Þetta var skemmtilegt kvöld og gaman að fá Söndru og Grétar í heimsókn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur til Íslands að hitta ættingja sína hér. Því miður stoppaði hún stutt á landinu og hafði ekki tíma til að skreppa til Vestmannaeyja en hún sagðist koma aftur á næsta ári og þá ætlaði hún að stoppa lengur.
Á boðstólum var að sjálfsögðu íslenskt grillað lambalæri og eru þessar myndir teknar af stórfjölskyldunni við matarborðið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.