LÍFSREGLUR

Ljóðið LÍFSREGLUR er úr ljóðabókinni Erla HÉLUBLÓM sem gefin var út í Reykjavík árið 1937 og er eftir Guðfinnu Þorssteinsdóttir.

Alla vega er mynd af henni á fyrstu síðu ljóðabókarinnar en skýrt kemur fram á fremstu síðu hver er kostnaðarmaður bókarinnar.

Ég hef skrifað ljóðið orðrétt upp úr ljóðabókinni.

 

Guðfinna ÞorsteinsdóttirErla Hélublóm 

------------- 

Lífsreglur.

Vertu alltaf hress í huga,

hvað sem kann að mæta þér.

Lát ei sorg né böl þig buga.

Baggi margra þungur er.

Treystu því að þér á herðar,

þyngri byrði´ ei varpað er

en þú hefur afl að bera.

Orka blundar næg í þér.

----------

Grafðu jafnan sárar sorgir

sálar þinnar djúpi í.

Þótt þér bregðist besta voni,

brátt mun lifna önnur ný.

Reyndu svo að henni´ að hlynna,

hún þó svífi djarft og hátt.

Segðu aldrei: ,, Vonlaus vinna!“

Von um sigur ljær þér mátt.

---------

Dæmdu vægt, þótt veffarandi

villtur hlaupi gönguskeið.

Réttu hönd sem hollur vinur,

honum beindu‘ á rétta leið.

Seinna, þegar þér við fætur

Þéttast mótgangs-élið fer,

mænir þú til leiðarljóssins,

ljóss, sem einhver réttir þér.

---------

Dæmdu vægt um veikan bróðir

veraldar í ölduglaum‘,

þótt hans viljaþrek sé lamað,

þótt hann hrekist fyrir straum´,

Sálarstríð hans þú ei þekkir,

þér ei veizt hvað mæta kann,

þótt þú fastar þykist standa;

þú er veikur eins og hann.

---------

Fyrr en harða fellir dóma,

fara skaltu´ í sjálfs þín barm.

Margur dregst með djúpar undir;

dylur margur sáran harm.

Dæmdu vægt þíns bróðir bresti;

breyzkum verður sitthvað á.

Mannúðlega´ og milda dóma

muntu sjálfur að kjósa´ að fá.

----------

Þerrðu kinnar þess er grætur.

Þvoðu kaun hins særða manns.

Sendu inn í sérhvert hjarta,

sólargeisla kærleikans.

Vertu sanngjarn. Vertu mildur.

Vægðu þeim sem mót þér braut.

Bið þinn Guð um hreinna hjarta,

hjálp í lífsins vanda og þraut.

-----

Guðfinna Þorsteinsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

Ljóðið er snilld.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.4.2013 kl. 01:12

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrún María og takk fyrir innlitið. Já þetta er snilld og eru góðar lífsreglur. Var búinn að sjá hluta af þessu kvæði áður og þar var sagt höfundur ókunnur. Síðan var ég að lesa þessa gömlu ljóðabók og fann þá þetta kvæði þar.

kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.4.2013 kl. 13:12

3 identicon

Heill og sæll frændi. Hvernig væri nú að þú kæmir með eitt af atómljóðunum sem þú samdir á rúllunni á Leó VE 400 veturinn 1964.

Tókstu eftir ártalinu ,ég fatta fyrst núna hvað við erum flottir, miðað við aldur.

mbk. Stjáni á Emmunni.

Kristján Ókarsson (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 23:01

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll frændi minn og takk fyrir innlitið. Já þú segir nokkuð, ég á reyndar einhverstaðar í litilli vasabók nokkur vísur sem við gerðum í þá gömlu góðu daga, en  þær eru ekki hæfar á netið þó gaman hafi verið að gantast með þær í þá gömlu góðu.

Já við verðum að vera ánægðir með okkur svona miðað við aldur og fyrri störf. Nú er ég nýkominn úr einni skveringunni og er að jafna mig, þetta er allt á réttri leið.

Fékkstu ekki greinina um sveppina sem ég sendi þér Stjáni ?

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.4.2013 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband