20.2.2013 | 10:07
Óskar Kárason
Af Heimaslóð
Óskar er frægur fyrir vísurnar sem hann samdi um formenn Eyjanna. Hann gaf út tvö rit með samansafni af vísunum. Fyrsta safnið kom út árið 1950 og annað árið 1956. Allar formannavísurnar eru hér á vefnum og eru vísurnar tengdar viðeigandi formönnum.
- Ef mér væri frjálsum falt
- formenn um að dæma,
- mannvalið eg mundi allt
- medalíum sæma.
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
Athugasemdir
Sæll Sigmar.
Þessa bók Óskars Kárasonar hefi ég marglesið þar sem pabbi heitinn átti hana, en þarna er merkilegt rit um formenn í Eyjum, afar vel ort.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.2.2013 kl. 23:14
Heil og sæl Guðrún María og takk fyrir innlitið, já ég á þetta kver líka og hef mikið gaman að lesa það enda kannast maður við marga af þeim formönnum sem um er ort.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.2.2013 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.