Björguðu sjómanni á Þistilfirði

Þarna átti sér stað fyrsta björgun sem nýja varðskipið þór framkvæmdi eða réttara sagt áhöfn skipsins framkvæmdi og bjarganir þessa skips eiga öruglega eftir að verða margar er fram líða stundir.

Það sem vekur athygli mína við þessa frétt er að á bátnum er aðeins einn maður um borð og það er slæmt veður. Samkvæmt lögum er það víst leyfilegt. Báturinn er 17 m langur 25 tonn með 240 kw vél. Og samkvæmt reglum má sigla þessu skipi án vélstjóra, aðeins er krafist að skipstjóri sé með réttindi til skipstjórnar. Verið var að ferja bátinn vestan af fjörðum og til Stöðvarfjarðar sem er nokkuð löng siglingaleið, þannig að þarna hefur þessi eini maður þurft að fara niður í vélarrúm og huga að vél og lensa bátinn ásamt ýmsum öðrum verkum sem vélstjórar þurfa að sinna í þessum vélarhúsum.  Er einhver glóra í þessu ef eithvað kemur fyrir um borð í bátnum hvort sem það er bilanir í sjálfu skipinu eða eithvað kemur fyrir manninn sem er einn um borð ?????. Þarna er ekki um að ræða einhvern smábát, hvað ef vélarbilun verður og engin vélstjóri um borð, hvernig ætli það gengi fyrir einn mann að koma út akkeri ??.  Er þetta ekki verðugt umhugsunarefni fyrir alla þá sem áhuga hafa á öryggismálum sjómanna. ???


Björguðu sjómanni á Þistilfirði

Varðskipið Þór fylgdi gömlum 25 tonna eikarbáti til hafnar á Raufarhöfn í morgun, en mikill leki kom að bátnum á Þistilfirði. Vont veður var á firðinum og voru varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til aðstoðar bátnum, auk björgunarskips frá Raufarhöfn.

Rúmlega eitt í nótt barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð frá Ramónu ÍS, 25 tonna eikarbáti sem staddur var á Þistilfirði um 14 mílur frá Þórshöfn. Leki var þá kominn að bátnum og dælur um borð virkuðu ekki.

Gunnbjörg, björgunarskip Landsbjargar á Raufarhöfn, var kallað út og kom fyrst að bátnum. Leiðindaveður var og bræla og mikill sjór kominn í bátinn. Júlíus Helgason, skipverji áGunnbjörgu, segir að ekki hafi verið hægt að lensa bátinn og sjór hafi verið kominn upp að vél.

Júlíus segir að þeir hafi reynt að koma dælu yfir í bátinn en það hafi mistekist þar sem hann hafi ekki getað híft dæluna um borð. Því hafi verið ákveðið að bíða eftir Gæslunni og þeir dólað með bátnum á meðan.

Varðskipið Þór var komið að Ramónu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í fjögur. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, kölluð út, en henni var snúið við. Þrír varðskipsmenn fóru um borð í Ramónu og dældu sjó úr bátnum og varðskipið fylgdi honum síðan til hafnar á Raufarhöfn, en þangað var komið upp úr sex í morgun. Ramóna er gamall eikarbátur, smíðaður 1971 og ekki lengur gerður út til fiskveiða. Verið var að ferja bátinn vestan af fjörðum og ferðinni heitið austur á Stöðvarfjörð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband