31.1.2013 | 23:07
Vantar nöfn á þessa menn
Á fyrstu myndinni er Júlíus Ingibergsson og við hliðina á honum er Hjálmar Jónsson á EndaIngólfur Teódorsson netagerðarmaður hinn þekki ég ekki. Á næstu mynd er Páll Ingibergsson, Oddur Sigurðsson í Dal Þorsteinn sem átti Sjöfn VE Einar Sigurjónsson sem lengi var forstjóri Ísfélags Vestmannaeyja .
Því miður veit ég ekki hvaða ferðalag þessi kallahópur var í en þarna eru á ferð margir menn frá Vestmannaeyjum.
Þarna má sjá Jónas á tanganum, Sighvat Bjarnason og fleiri Eyjamenn, endilega setið inn athugasemd ef þið þekkið einhvern á myndunum.
Athugasemdir
Nr. 5. Frá vinstri Júlíus Ingibergsson frá Hjálmhoti, vélstjóri og útgerðarmaður á Reyni. - Hjálmar ? frá Enda við Vesturveg, Skipstjóri á Erlingi. (Hjalli var góður tungumálamaður og fór oft með báta í siglingar).
Halldór Svavarsson (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.