27.1.2013 | 14:51
Frábær frétt sem sýnir mikilvægi sjómannastéttarinnar
Frétt af mbl.is
Aflahæsti smábáturinn með 1561 tonn
Innlent | mbl.is | 27.1.2013 | 13:28Sirrý ÍS var aflahæsti smábáturinn árið 2012, samkvæmt úttekt vefsíðunnar Aflafréttir. Þar kemur fram að Sirrý átti feiknagott ár og jók aflann um hátt í 190 tonn. Um 150 smábátar lönduðu samtals rúmum 52 þúsund tonnum af afla.
Frábær frétt sem sýnir mikilvægi sjómannastéttarinnar, Það er mikil vinna á bak við þennann afla sem áhöfnin á Syrrý ÍS hefur komið með að landi. Þessir svokölluðu smábátar eru örugglega hagkvæmir í rekstri, bæði eru fáir menn á þessum bátum miðað við t.d. togara og afköst geta verið ótrúlega mikil eins og dæmin sanna. Svo má einnig koma hér fram að svo til allir þessir bátar eru smiðaðir á Íslandi og eru bæði sterkbyggðir og hafa reynst góð sjóskip.
Gaman hefði verið að vita aflaverðmæti þess afla sem áhöfnin á Sýrri hefur komið með að landi og hve margir menn eru á bak við allann þennann mikla afla skipsins.
Ættu þessir sjómenn á Sírrý ekki skilið að fá vegleg verðlaun á Sjómannadaginn ?
![]() |
Aflahæsti smábáturinn með 1.561 tonn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
eg er sa sem skrifadi frettina inná síðunni minni. Á í efstu bátunum tá eru skiptiáhafnir. En tad eru 2 til 3 á sjó í einu.og með bieitningafólkinu tá eru þetta um 15 TIL 20 manns sem hafa vinnu við sirrý
gisli.r (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 15:37
Sæll Sigmar.
Svo má ekki gleyma þeim sem róa á minni bátum og sækja fast og afla vel, þar eru einstakir dugnaðarforkar til dæmis í Eyjum.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.1.2013 kl. 00:57
sæll meistari Sigmar.
Staðreynd,,, Grímseyingar lifa alfarið á smábátaútgerð og afla vel svo er um fleirri staði og aflinn sem komið er með að landi er 1 flokks hráefni,en ekki upp allt að 7-8 daga gamalt.Svo öll meðferð fisksins er með afbuðrum góð og verðmætari fyrir vikið.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 30.1.2013 kl. 09:43
Heil og sæl Gísli, Guðrún María og Laugi og takk fyrir innlit og athugasemdir.
Gísli takk fyrir upplýsingarnar um fjölda þeirra sem hafa atvinnu af þessum bát. Fróðlegt að skoða síðuna þína.
Guðrún María, já það hefur lengi verið þannig að litið hefur verið gert úr afla smábáta, en það er að breytast með betri og jákvæðari fréttu af þessum smábátum, þó er enn verið að hnýta í strandveiðarnar sem eru samt að gefa landsbyggðinni aftur líf.
Laugi ég tek undir hvert orð sem þú skrifar þarna, það vantar meira af svona jákvæðum fréttum af afla og aflaverðmæti smábáta.
Kær kveðja til ykkar
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.1.2013 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.