21.12.2012 | 17:01
Jólakveðja
Kæra bloggvinir og allir sem heimsækja þessa síðu Nafar blogg.
Sendi mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár
með þökk fyrir ánæjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Hátíðarkveðjur
Mig langaði að senda ykkur þetta fallega ljóð með þessari jólakveðju.
Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
Þá veitist þér andlegur styrkur.
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
Þá eyðist þitt skammdegis myrkur.
Það ljós hefur tindrað um aldir og ár
yljað um dali og voga.
Þó kertið sé lítið og kveikurinn smár
mun kærleikur fylgja þeim loga.
Höf. Hákon Aðalsteinsson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Athugasemdir
Sömuleiðis til þín og þinna.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 04:46
sömuleiðis vinur til þín og þinna með þakklæti fyrir allar gömlu myndirnar/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 23.12.2012 kl. 01:59
Gleðilega hátíð til þín og þinna Simmi minnJólakveðja úr eyjum
Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 17:54
Takk fyrir og sömuleiðis til þín og þinna!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.12.2012 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.