Er til skilnaðarkort

 Maður heyrir alltaf eitthvað nýtt.

Í dag fór ég í bókabúð til að kaupa eina af síðustu jólagjöfunum. Þetta væri  nú ekki í frásögu færandi nema vegna þess að ég varð vitni af skrítnu samtali kúnna og versluarkonu.

Frekar ung kona var á undan mér með afgreiðslu og ég heyrði að hún spurði afgreiðslukonuna hvort til væri skilnaðarkort ?

Nei svaraði afgreiðslukonan, eða ertu ekki að djóka ?

Nei ég meina þetta, mig vantar skilnaðarkort ég er að fara í skilnaðarveislu í kvöld og vantar því skilnaðarkort.

Afgreiðslukonan: Við eigum jólakort, nýárskort, afmæliskort, samúðarkort, fermingarkort en skilnaðarkort  eigum við ekki. Svo eigum við reyndar hér falleg kort sem ekkert er skrifað á en eru með fallegri mynd og í mjög fallegu umslagi.

Já ætli ég fái það ekki, ég læt það duga fyrst skilnaðarkort eru ekki til.

Afgreiðslukonan átti í vandræðum með að skella ekki uppúr þegar hún afgreiddi konuna, sem var allann tíman grafalvarleg og auðsjáanlega ekki með hlátur í huga.

Að lokum spurði afgreiðslukonan konuna hvort þetta væri það nýjasta í samkomum.

 Sú sem vantaði skilnaðarkortið var auðsjáanlega hissa á þessari spurningu og ég heyrði hana ekki  svara spurningunni.

 Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt var það síðasta sem ég heyrði að afgreiðslukonan tautaði  um leið og hún byrjaði að afgreiða mig.

Ég fór út úr búðinni þungt hugsi um það hvort konan hafi verið að djóka eða hvort hún hafi meint þetta . En kannski er þetta bara gott mál að við skilnað sé bara haldin vegleg veisla eins og þegar fólk tekur saman.Smile

En kannski var þarna um að ræða miskilning, og konan átt við venjulegt kveðjuhóf sem við öll könnumst við, þegar haldin eru kveðjupartý.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er dálítið sérstakt verð nú að segja það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 20:53

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Svona veislur verða sívinsælli. Fólk búið að vera einhvern tíma í óhamingjusömu hjónabandi, ákveður að skilja á góðum nótum og efnir til skilnaðarveislu. :)

Þetta er alveg heill bisness í bandaríkjunum skilst mér, sem og annarsstaðar.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.12.2012 kl. 21:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sem gott ef fólk getur skilið samvistir í góðu og glaðst með vinum og vandamönnum.  Sé svo sem ekkert að því í sjálfu sér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 21:05

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Akkúrat.

Mér þykir þetta afskaplega jákvæð leið til þess að slíta samvistum. A.m.k. töluvert skárri en svo margar aðrar leiðir.

Það er líka hægt að fá svokallaðar skilnaðartertur líka. Ef þú slærð inn leitar orðin "Divorce cake" í google, ættir þú að sjá nokkrar skemmtilegar!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.12.2012 kl. 21:09

5 identicon

hahaha :)

Harpan (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 22:45

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Alla erlenda "úrkynjun" innleiðum við, hvað annað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.12.2012 kl. 18:21

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Mér finnst það frekar úrkynjun að halda í eitthvað sem ekki er þess virði að varðveita.

"One of Mother Teresa’s great stories is the Asian Monkey Trap. According to the story, certain tribes in South Asia hunt monkeys with an ingenious trap made from a coconut. They cut a slit in one side of the coconut, and a hole in the other. One end of a length of rope or vine is slipped through the hole and tied securely; the other is tethered to a tree. The hunters then place some sweet rice inside the coconut as bait, and hide nearby. The monkey approaches the coconut, smells the rice, reaches through the slit, and grabs it. The slit is cut so that the monkey can insert his hand, but not remove his fist. Finding himself trapped, the monkey panics and begins thrashing about, and the hunters emerge from hiding. At any point, the monkey could set himself free simply by releasing his hold on the rice, but greed and fear keep him stuck."

http://www.fieldproject.net/realities/?p=1250

Ekkert er varanalegt.

Hörður Þórðarson, 22.12.2012 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband