Gamli Þór í slipp

IMG_3595Gamli Þór

Varðskipið Þór (I) (einnig nefndur Gamli Þór) var fyrsta varðskip
Landhelgisgæslu Íslands. Skipið var upprunalega smíðað sem togari, árið
1899. Árið 1920 keypti Björgunarfélag Vestmannaeyja skipið og notaði það til
fiskveiðieftirlits og björgunarstarfa. Rekstur Björgunarfélagsins gekk illa
og árið 1926 ákvað Ríkissjóður að kaupa skipið. Með kaupum þess var
Landhelgisgæsla Íslands stofnuð. Fyrstu árin var skipið vopnað tveim 57 mm
fallbyssum, sem síðar voru skipt út fyrir eina 47 mm fallbyssu. Þór
strandaði við Húnaflóa árið 1929. Í kjölfarið var ákveðið að kaupa nýtt
varðskip í stað þess. Nafngift skipsins er sótt í norræna goðafræði.

Myndina sendi mér vinur minn og vinnufélagi Ómar Kristmannsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þór strandaði nánar tiltekið á Sölvabakkaskerjum á Skagaströnd. Skrúfunni var náð upp um eða upp úr 1970 ef ég man rétt. Gott ef hún er ekki í Eyjum núna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2012 kl. 21:41

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Jú Axel, skrúfan er inn í Friðarhöfn sem minnisvarði um Þór, nýja varskipið "Þór" lagðist upp að því er skipið kom í fyrstu höfn á Íslandi.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.12.2012 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband