2.12.2012 | 20:31
Fegursta gjöf sem þú gefur
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
auga sem glaðlega hlær.
Hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef því úr sálar sjóði,
sakleysi fegurð og yl.
--
Höfundur ókunnur
Athugasemdir
Ef þetta snertir ekki við fólki er hjarta þess úr steini. Margt fallegt hefur þú birt þetta er með því hjartnæmara...
Jóhann Elíasson, 2.12.2012 kl. 22:18
Sæll Sigmar.
Einstaklega fallegt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.12.2012 kl. 23:54
Google virðist bara kannast við fyrri tvær vísurnar en ég hef heyrt hina líka, þá síðustu.
Þetta er afar vel kveðið og fallegur boðskapur... Takk fyrir áminninguna en ég held að við hugsum þetta ekki nógu oft þó allir séu víst sammála þessu. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 3.12.2012 kl. 10:42
Heil og sæl Jóhann, Guðrún María og Kolbrún og takk kærlega fyrir innlit og jákvæðar athugasemdir. Gaman að fá viðbrögð við blogginu sínu en það virðist fara minna fyrir athugasemdum í bloggheimum nú um stundir, nema bloggað sé um pólitík.
Falleg ljóð og vísur eiga þó alltaf fasta lesendur, enda gaman að lesa þessi vel gerðu ljóð og vísur.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.12.2012 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.