Skrúfa Herjólfs skemmdist sjá skrúfur

Herjólfur og Baldur mætast

Eins og fram hefur komið, mun Breiðafjarðarferjan Baldur leysa Herjólf af hólmi eftir að skrúfa Herjólfs skemmdist síðastliðinn laugardag. Herjólfur er nú á leið í þurrkví í Hafnarfirði þar sem freista á að laga skrúfuna en skipin tvö eru um það bil að mætast við Grindavík í þessum skrifuðu orðum.
Áætlað er að Baldur muni sigla fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í dag, mánudag klukkan 17:30 og eftir það samkvæmt áætlun til Landeyjahafnar, þar til Herjólfur kemur úr viðgerð.
IMG_1096
--
 Herjólfur á leið í slipp til viðgerðar á annari skrúfu skipsins. Svona til gamans þá er hér mynd af skrúfum Herjólfs og til að átta sig á stærð þeirra getum við miðað við manninn sem stendur þarna og teigir sig í skrúfuna. Maðurinn heitir Steingrímur Hauksson og vinnur hjá Siglingastofnun. En myndina sendi mér Sævar Sæmundsson sem einnig vinnur hjá Siglingastofnun.
Takið eftir að engin hæll er undir skrúfu og stýri sem gæti varið stýri og kannski skrúfu ef skipið tekur niðri að aftan. Svona eru morg skip útbúin í dag.
 Myndirnar voru teknar þegar skipið var síðast í slipp að mig minnir.
IMG_1063
IMG_1061

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband