Ótrúlega stór humar

Frétt af mbl.is

Stærsti humar sem veiðst hefur
Viðskipti | mbl.is | 25.11.2012 | 9:16
Humarinn var 490 grömm.Jón á Hofi landaði hjá Ramma í Þorlákshöfn sl. fimmtudag stærsta humri sem veiðst og mælst hefur hér við land.


Þetta er ótúleg stærð af humar, hef sjálfur verði á humartrolli í gamla daga. En hver er skýringin á því að humarinn er að stækka við landið. Er sjórinn að verða heitari við botnin eða er einhver hiti í botninum það sem þessi humar veiddist ?. Ég hef heyrt sjómenn tala um að humarinn hafi stækkað á síðustu árum.

En þessi stóri humar er ekki eins góður og meðalhumar að borða hann. Woundering


mbl.is Stærsti humar sem veiðst hefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér persónulega finnst humarinn bestur þegar halinn er ca 4 - 5cm. Það er eins með allar skepnur og ekki hvað síst fisk, ungviðið er best til matar. Mér er t.d. fyrirmunað að skilja að einhver vilji yfir höfuð borða stórlúðu, sem er að mínu viti gersamlega óæt.  En verðið á henni segir annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.11.2012 kl. 12:24

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Axel já ég er þarna innilega sammála þér, ekki hvað síst með stórlúðuna.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.11.2012 kl. 18:10

3 identicon

Heill og sæll frændi.

Mín skýring á stækkandi humri er sú, að það er svo mikið brottkast, svo hann ásamt skötuselnum

hafa nóg að éta. Ef ég man rétt þá eru þetta líka einu tegundirnar sem hefur verið bætt við í magni í kvótakerfinu. Það væri gaman að heyra skýringar fiskifræðinga á þessu. bmk. úr Eyjum.

Stjáni á Emmunni.

Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 23:23

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll frændi minn, líklega rétt hjá þér. En engin vill þó viðurkenna að stunda brottkast.

Þú veist það Stjáni minn að fiskkifræðingar meiga ekki orðið tala, það er bara toppurinn þar sem má opna munnuinn

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.12.2012 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband