30.10.2012 | 20:34
Er ekki kominn tími til að gera ný göng
Frétt af mbl.is
Búið að opna veginn um Oddskarð
Innlent | mbl.is | 30.10.2012 | 17:20
Vegurinn um Oddsskarð er aftur opinn fyrir umferð en hann lokaðist nú síðdegis eftir að ökumaður flutningabifreiðar missti stjórn á bílnum hálku. Bifreiðin, sem var með tengivagn, var þversum yfir veginn í Bankabrekku rétt ofan við Eskifjörð.
Er ekki kominn tími til að gera ný göng á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, á að bíða eftir að þarna verði stórslys á fólki. Þarna fara daglega um margir stórir flutningabílar, rútur og fjöldin allur af fólksbílum vegna þess að þarna er stór og velrekin atvinnufyrirtæki sem þurfa að hafa samgöngur í lagi. Auk þess er á Neskaupstað stórt og gott sjúkrahús sem nauðsynlega þarf að vera með gott aðgengi.
Ég hef nokkrum sinnum vegna vinnu minnar þurft að fara þarna um að vetri til og verð að segja að það er oft skuggalegt að ferðast þarna um þennann fjallveg og ekki síður er skuggalegt að fylgjast með þessum stóru flutningabílum, olíubílum og rútum læðast um brattar flughálar brekkur báðu megin við Oddskarðið. Það er í raun furðu lítið um óhöpp miðað við þá miklu umferð sem þarna er allt árið um kring, það má kannski þakka gætnum og klárum bílstjórum að ekki verða fleiri slys á þessu fjölfarna fjallveg á Austdfjörðum.
Væri ekki meira vit í að fara strax í að gera þarna göng heldur en að eiða peningum í að gera göng til að losna við að keyra Víkurskarð??.
Búið að opna veginn um Oddsskarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjarðabyggð getur aldrei talist sveitarfélag í alvöru með svona samgöngur milli "hverfa " bæjarins.
Hörður Halldórsson, 30.10.2012 kl. 20:57
Heill og sæll Hörður og takk fyrir innlitið. Alla vega er bráðnauðsynlegt að gera þessi göng og með ólíkindum að ráðamenn skuli ekki vera búin fyrir löngu að setja peninga í það verk.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.10.2012 kl. 21:10
Ég hefði nú talið að ríkið hefði betur sett rúma átta milljarða í göng um Oddsskarð en að tapa þeim með því að "lána" í Vaðlaheiðargöng.........
Jóhann Elíasson, 30.10.2012 kl. 21:57
Heill og sæll Jóhann og takk fyrir innlitið. Já þar erum við innilega sammála, það er með ólíkindum að láta Vaðlaheiðagöng ganga fyrir. En þarna kemur enn eins skýringin á að traust á þingmönnum er innan við 10 %
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.10.2012 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.