Björgvinsbeltin hafa rækilega sannað gildi sitt

 IMG_2295
 Björgvinsbeltið prófað 1988
bb.is | 27.9.2012 13:52:00
Gott framtak hjá Sjóvá og til fyrirmyndar fyrir önnur Tryggingarfélög. Þess skal getið að Björgvinsbeltið er einnig framleitt í Vestmannaeyjum hjá, Gúmmíbátaþjónustu Vestmannaeyja, Pétó ehf Vesturvegi 40 400 Vestm. eyjum.

Björgvinsbeltin bjarga mannslífum

Tryggingafélagið Sjóvá hefur fært höfnum Ísafjarðarbæjar nýtt og endurbætt Björgvinsbelti til notkunar um borð í lóðsbátnum Sturla Halldórssyni. Það var Torfi Einarsson, umboðsmaður Sjóvá á Ísafirði sem færði Guðmundi M. Kristjánssyni hafnarstjóra beltið. „Þetta er nýjasta og besta útgáfan af björgunartæki sem völ er á þegar bjarga á mönnum sem falla útbyrðis aftur um borð,“ segir Torfi.

Sjóvá kemur að framleiðslu beltisins, en fyrirtækið veitti Slysavarnarfélaginu Landsbjörg veglegan styrk til endurhönnunar og framleiðslu á beltunum en Landsbjörg kemur til með að selja þennan nýja og glæsilega búnað fyrir og rennur hluti sölunnar til reksturs björgunarbáta. Torfi segir búnaðinn reynast vel, ekki bara fyrir stærri skip, heldur einnig fyrir skútur og skemmtibátaeigendur. „Ég hef prófað búnaðinn sjálfur á skútunni, og get staðfest að nýja beltið er þægilegri og fyrirferðaminni en gömlu hringirnir. Þ! að er ekki möguleiki að renna úr beltinu þó manneskjan sé jafnvel án meðvitundar.“

Jóhann Bæring Pálmason, leiðbeinandi í öryggismálum hjá Björgunarfélaginu segir tilkomu beltisins auka öryggi sjómanna töluvert og að viðtökur hafi allsstaðar verið góðar þar sem beltið er kynnt. „Bæði stórar útgerðir sem og smábátaútgerðir hafa verið að taka þetta í bátana til sín, sem og skútu og skemmtibátaeigendur, og allir sem hafa prófað finna muninn.“ Af hverju seldu belti renna 20.000 kr. til rekstur björgunarskipsins Gunnars Friðrikssonar.


http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=177380


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband