Nýr bátur smíðaður 1958

Úrkl. 6.3 .57 til 28.11.58 045Frétt frá 1958

Nýr bátur smíðaður í Eyjum fyrir Þorleif Sigurlásson og Jónatan Aðalsteinsson sem verður formaður á bátnum. Báturinn  smíðaður í Skipasmíðastöð Gunnars Marel  og er byggður úr furu og eik.              Í bátnum er 66 hestafla Kelvin vél .

Kostnaðarverð 4 -500,000 krónur.

Úrklippan er frá árinu 1958


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir VE :))

Alli Jónatans (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 19:18

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Alli, gaman að fá nafnið á bátnum þannig er hægt að fara í bækur Jóns Björnssonar íslensk skip en þar segir:

Geir VE 64 smíðaður í Vestmannaeyjum 1958. Eik. 13 brl. 66. ha. Kelvin dísel vél. Eig. Jónatan Aðalsteinsson og Þorleifur Sigurlásson Vestmannaeyjum, frá 24. feb. 1958. Báturinn var seldur 1. sept 1960 Halldóri jónssyni , Reykjavík, Herði Jónssyni og Arnóri V. Jónsyni, Ísafirði, báturinn hét Geir RE 61 . Seldur 28. mars 1961 Stefáni Jónssyni og Artúr Guðmundsyni Hólmavík og Þorarni Guðmundsyni , Akranesi, báturinn hét Sigurfari ST 117. Seldur 15. okt. 1974 Maríusi Kárasyni, Hólmavík. Báturinn talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá 1. september 1986.

Kær kveðja og takk fyrir innlitið

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.9.2012 kl. 20:24

3 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll meistari Sigmar.

Ég er búinn að vera að leita að svipaðri vél og var sett niður í Geir og sú eina sem ég fann og gæti hafa verið sett í bátinn er þessi.http://www.youtube.com/watch?v=IswzQi-UDLY&feature=related

Ég man eftir því þegar þessi bátur var smíðaður og var oft þarna niður í slipp með pabba á þeim tíma,en þá voru þeir að skvera Herstein VE Ási,Eggert og pabbi.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 28.9.2012 kl. 08:48

4 identicon

Takk Simmi ég vissi ekki númerið (64 ). en frábært að geta rekið ferrilinn af bátnum .

Ástar þakkir frá Californíu. Alli og Co.

Alli Jónatans (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband