22.9.2012 | 11:51
ALVÖRU MENN, skemmtileg sýning
Í gærkvöldi fórum við hjónin á sýninguna ALVÖRU MENN sem sýnd er í Austurbæ .
Eins og segir í sýningarskrá þá fjallar sýningin um karlmennskuna. Um það hvernig það er að vera maður í nútímanum og hvaða byrgðar við tökum með okkur inn í fullorðinsárin úr uppeldinu og barnækunni.
Já á gamansaman hátt túlka þeir stórleikararnir Egill Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Jóhann G. Jóhannsson og Kjartan Guðjónsson hinar ýmsu manngerðir. Sýningin er að miklum hluta frábær látbragðsleikur. Mig skortir hæfileika til að lýsa hrifningu minni á leik og látbragðsleik þessara íslensku stórleikara, þeir eru stórkostlegir.
Ég get bara sagt og staðið við það, Þetta er skemmtilegasta sýning sem ég hef séð um dagana, allir þessir leikarar fóru á kostum og það má ekki gleyma Pálma Sigurhjartarsyni Píanóleikara hann var einnig mjög góður, og gaman að fylgjast með honum hvernig hann spilaði á píanóið og lék oft á tíðum með hinum leikurunum.
Gunnar Helgason leikstjóri, leikarar og píaníoleikari
Takk fyrir frábæra og eftirminnilega sýningu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.