12.9.2012 | 23:08
Í Sumarbústað við Þingvallavatn
Um síðustu helgi var okkur Kollu boðið í mat og kaffi í sumarbústað við Þingvallavatn. Bústaðinn eiga vinafólk okkar þau hjónin Sigrún og Ævar.
Það er óskaplega fallegt við Þingvallavatn á þessum tíma og sérstaklega í veðri eins og var á Sunnudaginn.
Ekki skemmdi það þessa ferð, að fá að fara í bátsferð um vatnið og sjá þingvallasvæðið þannig frá öðru sjónarhorni, meðan Kolla og Sigrún fóru í smá göngutúr um nágrenni bústaðarins.
Myndirnar tók ég í þessari eftirminnilegu ferð til þingvalla, þar sem við snæddum góðann mat og áttum gott spjall við þau hjón Sigrúnu og Ævar
Ævar og veisluborðið glæsilegt. Sigrún og Kolbrún glaðar og tilbúnar að setjast að veisluborðinu.
Ævar mundar myndavélina, alltaf gaman að eiga myndir af svona samverustundum, báturinn að koma úr bátaskýlinu, glæsilegur bátur sem gaman er að sigla á um vatnið.
Báturinn tilbúinn og að sjálfsögðu setja menn á sig björgunarvesti þegar farið er út á vatnið.
Það var ótúlega fallegt að skoða landslagið þegar við sigldum meðfram stöndinni, fjölbreyttir litir og hraunið allt þakið fjölbreyttum gróðri. Þegar maður skoðar þetta svona í nálægð skilur maður betur það fólk sem vill vermda náttúru landsins.
Ævar Guðmundsson skipstjóri og undirritaður á 25 mílna ferð um Þingvallavatn en báturinn gengur að mig minnir 40 mílur. Virkilega gaman fyrir okkur gamla sjóara að sigla um vatnið í góðu veðri .
Báturinn tekinn inn í skýlið og þessi góði dagur endar með kaffi og nýbökuðum kökum. Á myndinni er Kolbrún Ósk, Sigrún og Ævar.
Takk fyrir góðan dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.