Togari í brælu

TOGARI Í BÆLU

 Gamall togari í slæmu veðri, ekki veit ég hvaða skip þetta er né hver tók myndina.

Einn góður vinur minn sendi mér þessa mynd, þar sem mig vantaði mynd við smá verkefni sem ég er að vinna hér heima í frístundum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll meistari Sigmar.

Manni þótti nóg um hér í denn á síðutoginu þegar vírarnir slöknuðu alveg niður að lunningu og þöndust svo eins og fiðlustrengir þegar átakið kom,ekki gaman að taka það við þær aðstæður eða fást við bobbingalengjunna,eins gott að vera fljótur að hoppa frá þegar hún sveiflaðist inn,eða belgurinn kom á öldunni og tættist svo út á ólaginu,horfði á vélstjóra missa putta við svoleiðis tækifæri en hann hafði gripið inn í möskva og festist svo þegar strekti á,sami vélstjóri sveif eitt sinn út á flotkúlu í bræluskít,en þá vorum við að láta það fara og lengjann var farinn og við héldum við höfuðlínuna með því að setja lærin upp að kúlum sem við skorðuðum undir lunninguni,hann lenti á síðustunnu og setti kúluna í klofið og þegar ólagið kom þá gátum við ekki haldið við höfuðlínuna og hann flaug eins og Munchausen á fallbyssukúlunni útbyrðis,en við vorum fljótir að ná honum inn og honum varð ekkert meint af,þetta var á Ásborginni RE sem var í eigu Ísbjarnarins og Reynir sem seinna eignaðist Grindvíking og strandaði Arnfirðingi II í innsiglingunni við Grindavík haustið áður en ég var með honum,var skipstjóri.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 5.9.2012 kl. 21:47

2 identicon

Sæll Simmi, þetta er annað hvort Hallveig Fróðadóttir RE 203 eða Jón Þorláksson RE 204 það er erfitt að átta sig á hvor þetta er en þeir voru jú systurskip.

Tryggvi Sigurdsson (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 10:07

3 identicon

Sæll Sigmar þetta er Jón Þorláksson í haugasjó kv. 'Oskar 'Olafss

oskar olafsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 21:19

4 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Nú kemur rifrildi hjá vinunum Óskari og Tryggva!!

Valmundur Valmundsson, 17.9.2012 kl. 14:03

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk fyrir skemmtilega frásögn af lífinu um borð í Síðutogurunum, Allat gaman að þinum athugasemdum.

Tryggvi, Óskar og Valmundur, takk fyrir ykkar innlegg, eigum við ekki að segja að þetta sé Jón Þorláksson fyrst þeir nefna hann báðir Valmundur.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.9.2012 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband