Gamli Herjólfur í Reykjavíkurhöfn og á siglingu

Elsti Herjólfur - Little Lil

Hér er merkileg mynd af elsta Herjólfi, takið eftir fánanum og nafninu aftan á skipinu. Vinur minn og gamall skipsfélagi af mið og nýja Herjólfi Sævaldur Elíasson sendi mér þessa mynd , þakka ég honum kærlega fyrir. Ekki er vitað hver tók þessar myndir.

Herjólfur svarti

Hejólfur gamli var fallegt og örugt skip búið tveimur aðalvélum og sigldi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur og Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Þá sigldi skipið um tíma til Hornafjarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll meistari Sigmar.

Alltaf vinarlegt að sjá gamla Herjólf,þetta skip hafði virkilega góða sál og manni þótti vænt um það,Þó svo manni yrði oft bumult af veltingnum í röstinni,en oft var glatt á hjalla á siglingunni til og frá eyjum,það var ekki laust við að það kæmu tár í augnkrókanna þegar hann kvaddi í síðasta sinn með flautunni þegar hann lagði frá eyjum og sá nýji tók við hlutverkinu,það var aldrei sami sjarmi yfir þeim nýja,þó hann væri ágætur.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 31.8.2012 kl. 22:18

2 identicon

Sæll Simmi, efri myndina tók Axel Einarsson sem lengi var skipverji á Herjólfi I og er hún sennilegast af síðuni hjá mér en hann sendi mér hana á sínum tíma. Neðri myndina tók Markús í Ármóti, annars allt gott að frétta.

Tryggvi Sigurdsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband