29.8.2012 | 21:53
Átti góðan dag í Vestmannaeyjum
Ég var í Vestmannaeyjum í dag vegna vinnu minnar skoða Bylgju VE 75. Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta í frábæru veðri, sól en smákuldi fyrst í morgun en sólin hitaði vel upp þegar leið á daginn. Allaf gaman að koma til Eyja og hitta gamla vini og sjómenn sem maður þekkir.
Náði að hafa tíma til að drekka kaffi með Sigga mág á safnaðarfundi og með Gísla fænda og Bobbu og Sigurjóni frænda og Sigurlaugu.
Tók nokkrar myndir í dag og læt hluta af þeim fylgja þessu bloggi, Eiðisdrangar og upplýsinamynd um Heimaklett.
Blátindur VE má muna sinn fífil fegri bátur sem mætti líta betur út, manni finnst hann eiga betra skilið. Ég þekki ekki nafnið á litla bláa bátnum sem siglir þarna inn.
Hér fyrir neðan er Stóri Örn að legja af stað með ferðamenn, að sögn Hilmars skipstjóra hefur ekki viðrað vel síðustu daga, en nú hafði gert betra veður.
Næstu myndir tók ég um borð í flugvélinni þegar ég flaug til baka seinni partinn í dag, myndirnar segja sína sögu hvað veðrið var gott og Eyjarnar fallegar í ágústlok.
Þakka öllum sem ég hitti í Eyjum í dag, gott spjall, góðan og eftirminnilegan dag.
Athugasemdir
Flottar myndir Sigmar.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.8.2012 kl. 23:11
sæll meistari Sigmar.
Flottar myndir og leitt að sjá hvernig Blátindur lítur út,en erindið nnúna er að spyrja þig hvort þú hafir ekki í fórum þínum mynd að áhöfninni á Glað VE sem bjargaðist í gúmibát þeim fyrsta hérlendis,er að leita að þessari mynd fyrir kunningja minn fyrir austan.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 30.8.2012 kl. 21:24
Þessi blái litli er 6951. Bára ex Oddur V. Gíslason
Emil Páll (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 09:09
Það var gaman að sjá þig Simmi á sóknarnefndarfundi þó stutt hafi verið:)
Óskar Sigurðsson, 31.8.2012 kl. 14:18
Heil og sæl öll og takk fyrir innlitið og athugasemdir, því miður hefur athugasemdum við Moggabloggið minkað til muna, kannski er það gott sumar sem þar hefur áhrif, fólk nennir ekki að vera á blogginu í góða veðrinu.
Laugi ég á sjálfur ekki mynd af áhöfninni á glað en hún er kannski til í blöðum eða bókum sem ég á, ég skal gá að því.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.8.2012 kl. 21:56
Sæll meistari Sigmar.
Það þætti mér virkilega vænt um,þessum vini mínum er verulega umhugað að komast í þessa mynd,segi þér seinna hvers vegna.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 31.8.2012 kl. 22:21
Er það þessi mynd sem þið leitið að.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4234086
Kv Gísli Ó
Gísli Ófeigsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 10:55
Heill og sæll Gísli , nei það er ekki þessi mynd , kannski þú getir hjálmað mér að leita á netinu
Verðum í sambandi.
Laugi getur þú hringt í mig þegar þú hefur tíma?'?
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.9.2012 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.