20.8.2012 | 20:49
'A tjaldstæðinu við Geysir
Þá er að ljúka frábæru útilegusumri, sennilega með besta veðri sem komið hefur í fjöldamörg ár.
Þessar myndir voru teknar um síðustu helgi þegar við Kolla vorum með góðum vinum á tjaldstæðinu við Geysi þarna er hjólhýsið á góðum stað.
Við mælum með þessu tjaldstæði, góð aðstaða og stutt í alla þjónustu og svo gildir útilegukortið að sjálfsögðu.
-------------------------------------------------------------------------------
Það er alltaf nóg að borða í þessum ferðum þannig að maður verður sjaldan svangur né þyrstur alltaf nóg af vatni . Maturinn er mannsins megin og hvað er þá hinu megin, sagði Haldór Ingi Guðmundsson jafnaldri minn um árið þegar hann var í skátaferðalagi
.
Sigga og Guðrún kokkur við matarborðið.
---------
Á myndunum fyrir neðan er Svenni og Kolla í góðum gír, sjá má seríur sem skreyttu bíla og hjólhýsi.
Þá eru hér myndir af Jónu Birnu og Guðmundi.
Þá kemur hér Oddur með leðurhúfuna en hann er með margar húfur til skiptana við hin ýmsu tækifæri í útileguni. Og enn er það matarborðið, hlaðið heimabökuðum tertum og kökum
Það gat orðið dálítið kallt seint á kvöldin og þá komu teppin sér vel, Svenni og undirritaður.
Það var gaman að sitja úti og spjalla í góða veðrinu, þó kólnaði þegar leið á kvöldið
Það komu óvænt góðir menn í bleikum jökkum og buðu okkur öllum upp á heita sjávarréttarsúpi svakalega góða súpu, því miður gleymdi ég að spurja þá um nöfn, en hafi þeir þökk fyrir.
Eitt er alveg víst ef maður fer á almennilegt tjaldstæði, maður hittir Vestmannaeyinga eða menn sem þar hafa verið til sjós eða annari vinnu. Það klikkaði ekki nú frekar en áður. Á myndinni hér til hægri eru hjónin Alda Alfreðsdóttir og Ragnar en þau bjuggu í Eyjum ( Alda er dóttir Alla vélstjóra sem stundum var kallaður Alli í Ríkinu) og hér fyrir neðan eru Ragnar og Magnús og Ragnar og Þorsteinn.
Það var gaman að hitta þetta fólk og spjalla um hjólhýsi, útilegur og fl.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.