8.8.2012 | 21:22
Á tjaldstæðinu Langbrók í Fljótshlíð
Þessar myndir eru teknar þegar við vorum í Fljótshlíðinni nánar tiltekið á tjaldstæðinu Langbrók. Þarna er virkilega gott að vera, nægilegt rými og góð aðstaða í alla staði, og ekki skemmir að þarna er gott fólk. Á mynd 2 eru t.f.v: Guðmundur, Gísli , Hrund undirritaður og Sigríður öll að snæða góðan grillmat.
Séð yfir Fljótshlíðina og grillir í Vestmnannaeyjar út við sjóndeildarhring. Og svo er það flugsamkoman við Múlakotsflugvöll. Ein af ástæðunum fyrir að gaman er að vera í Fljótshlíðinni um Verslunarmannahelgina. Þarna er samansafn af flottum smáflugvélum af öllum gerðum, á flugi og á flugvellinum þar sem maður getur skoðað þær og jafnvel fengið flugtúr ef maður þorir .
Þá er skemmtilegt að spjalla við það fólk sem þarna er og er tilbúið að fræða mann um hinar ýmsu flugvélategundir sem þarna setjast og stoppa yfir helgina.
Á Langbrók er oft mikið fjör þá taka eigendur sig til (Hjónabandið) og spila og syngja af lífsins sálarkröftum og innlifun hressileg lög. Og þarna er ekkert verið að stoppa afgreiðslu þó verið sé að spila og syngja, heldur afgreitt meðan sungið er. Skemmtilegt kvöld og gaman að hitta fólkið sem þarna kemur saman af tjaldstæðinu Langbrók.
Sungið af innlifun og krafti og spilað á gítar og harmónikku og kúnninn afgreiddur í leiðinni.
Sigríður, Kolla og Guðmundur skemmtu sér vel þetta kvöld á Langbrók.
Séð yfir hluta af salnum, þarna hitti maður nokkra sem maður hafði ekki séð í fjölda ára þar á meðal Vörubilstjóran og snyrtipinnann Helga Leifsson, gaman að hitta þetta fólk og spjalla við það.
Athugasemdir
Sæll Sigmar.
Alltaf gaman að sjá fólk koma saman og njóta samveru.
góð kveðja.
Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 9.8.2012 kl. 23:57
Heil og sæl Guðrún María, og takk fyrir innlitið. Já það er virkilega gaman, en verst að nú er sumarfríið búið og sumarið að verða búið líka.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.8.2012 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.