24.7.2012 | 20:12
Til hægðarauka fyrir skipstjórnarmenn
Sigmund losunar- og sjósetningarbúnaður.
- Gúmmíbátar þurfa að sjálfsögðu að vera komnir á sinn stað og rétt frá gengnir
Það er gott fyrir skipstjórnarmenn að hafa þennann lista yfir það sem þarf að vera til taks þegar búnaðarskoðun fer fram á fiskiskipi sem er 15 m og lengra, skoðun tekur þá styttri tíma og allt gengur betur fyrir sig og engar athugasemdir gerðar ef allt þetta er í lagi .
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
- Þegar skipaskoðunarmenn koma til að gera búnaðarskoðun er æskilegt að yfirmenn séu til staðar og skipsskjalamappa með lögboðnum skipskjölum ásamt eftirfarandi vottorðum séu til staðar fyrir skipaskoðunarmann.
- Gúmmíbjörgunarbátar skoðaðir og vottorð í skipskalamöppu.
- Slökkvitæki séu öll skoðuð og vottorð í skipskalamöppu.
- Reykköfunartæki skoðuð, vottorð gilda í tvö ár geymd í skipskalamöppu.
- Brunaviðvörunarkerfi sé skoðað og vottorð í skipskalamöppu.
- Björgunarbúningar skoðaðir, vottorð gilda í 3 til 5 ár vottorð geymd í skipskalamöppu.
- Fastur slökkvibúnaður sé skoðaður og vottorð í skipskalamöppu.
- Lyfjakista sé skoðuð og vottorð í skipskalamöppu.
- Losunar og sjósetningarbúnaður sé skoðaður og vottorð í skipskalamöppu.
- Fjarskiptabúnaður sé skoðaður af Póst og fjarskiptastofnun og vottorð geymt í skipskalamöppu.
- Áttaviti skal skoðaður á 2 ára fresti og vottorð um borð.
- Flugeldar 12 st. hafa oftast gildistíma í 3 ár.
- Línubyssur 4 st, skotin renna út eftir 3 ár en endurnýja má skot í línubyssunum.
- Bjargvesti fyrir alla skipverja skulu vera viðurkennd og með endurskinborðum, klofól og ljósi.
- Brunaslöngur og stútar skulu vera í lagi og samkvæmt öryggisplani.
- Öryggishjálmar gildistími þeirra er yfirleitt 5 ár
- Akkeri og keðjur í lagi, akkerisklemmur, akkerisvindur smurðar og liðugar og tilbúið að láta falla.
- Slógrennuloki og grjótlúga liðug og með tessa og lokunarbúnað í lagi.
- Öryggisbúnaður við netavindur og línuvindur skulu vera í lagi og prófaðir.
- Allar lokur loftrása skulu vera liðugar og tessat í lagi.
- Björgunarhringir merktir skipaskrárnúmeri og með sjálflýsandi borðum, ljós og reykmerki ásamt línum skulu vera í lagi, og búnaður til að ná manni úr sjó
( Björgvinsbelti, Markúsarnet eða Neyðarnótin Hjálp).
- Neyðarlýsing skal öll vera í lagi. (rafmagni er slegið út til að prófa neyðarlýsinu)
- Léttbátur með vél skal vera tilbúin til notkunar með tilheyrandi öryggisbúnaði.
- Siglingaljós, fiskiljós, merkjaljós og ljóskastari skulu vera í lagi ásamt dagmerkjum.
- Skipsflauta skal vera virk svo skoðunarmaður geti prófað hana.
- Stöðugleikagögn séu með skipskjalamöppu þegar skoðun fer fram gilda í 10 ár.
- Skipaskoðunarmaður þarf að vita fjölda björgunaræfinga og sjá hvar þær eru skráðar.
- Handbækur sem eiga að vera um Borð: Þjálfunarhandbók, Vinnuöryggishandbók, Þjónustuhandbók skipsins, Viðbrögð vegna olíumengunar (SOPEP), Olíudagbók, Sorpdagbók, Eftirlitsbók krana og hífi búnaðar, Dagbók/Leiðarbók og Nýtt Sjómannaalmanak.
- Ísbarefli eiga vera 8 st.
- Öryggishjálmar, og hafa öryggislínur við skutrennu til staðar.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Skipaskoðunarmaður tók saman
Til hæðarauka fyrir skipstjórnarmenn
Athugasemdir
Sigmar þú átt þökk fyrir þetta, ekki veitir af að minna á, og hafa þetta í lagi.
Jóhann Páll Símonarson, 24.7.2012 kl. 20:41
Heill og sæll Jóhann Páll og takk fyrir innlitið og athugasemd minn kæri.
Ég var að hugsa um þig í dag langaði að hafa samband og þakka þér fyrir góða grein um lífeyrissjóðina, þú átt heiður skilið að fyrir hvað þú ert duglegur að skrifa um þessi mál. Ég tek undir hvert orð í þínum pisli sem þú skrifar um lýfeyrissjóðinn þinn. Ég spjalla við þig við tækifæri.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.7.2012 kl. 22:29
Heill og sæll Sigmar þakka þér hlýjar kveðjur. Ekki veitir af að skrifa um þessi mál og fylgja eftir málum um öryggismál sjómanna. Enn sem betur fer hafa þau mál lagast til betri vegar. Enn það má þakka góðri umfjöllum góðra manna sem hafa barist fyrir bættum hag sjómanna. Þú átt mínar þakkir að minna menn á, ekki veitir af.
Ég er hugsanlega að fara aftur á sjó eftir stutt frí enn kem ferskur aftur.
Með bestu kveðju.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 25.7.2012 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.