Odda í Sigtúni

Odda í Sigtúni

 Myndin er tekin úr gömlu Þjóðhátíðarblaði, þarna situr Oddný Halldórsdóttir til hægri á myndinni í brekkunni í Herjólfsdal. Því miður veit ég ekki nafnið á þeirri konu sem situr vinstra megin við Oddu.

 

 

 

 

 

Bjössi Þórðar frá Haga var eitt sinn að gera við hús Oddnýjar  Halldórsdóttir frá Sigtúni. Skömmu eftir viðgerðina á húsinu var hún stödd í hópi  nágranna og átti þar tal við karlmennina um hvað það  hefði verið dýrt að gera við húsið, en hún átti örugglega ekki mikið af peningum sú gamla. Karlarnir tóku undir með Oddu að þetta væri frekar dýrt hjá Bjössa. Um kvöldið orti hún þessa vísu.

 

Bjössi  þórðar bætir vel

byrgir úti öll þau él,

sem að koma á kofan minn

en kallar gapa um reikninginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband