
22.7.2012 | 13:57
Skjót viðbrögð skipti sköpum Stóri Örn fyrstur á vetfang
Skjót viðbrögð skiptu sköpum er haft eftir skipstjóra á Maggý VE en farþegabáturinn Stóri Örn er örugglega gangmesti bátur í Vestmannaeyjum, þarna kemur í ljós hvað gott getur verið að eiga til taks þannig bát þegar mikið liggur við. Og hafa skal í huga að það þarf einnig að vera reyndir og klárir sjómenn sem stjórna svona hraðskreiðum bátum. Og Eyjamenn eiga þá eins og dæmin sanna.
SÞS
Skjót viðbrögð skiptu sköpum

Við kíktum niður í vélarrúm, þar logaði eldur og sjórinn var kominn upp í mitt vélarrúmið. Við lokuðum þá fyrir öll loftinntök og kæfðum eldinn með því, segir Gunnar Þór.
Aðstoð barst eftir 15 mínútur

Hann segir engan skipverja hafa slasast, enginn þeirra hafi komið nálægt eldinum. Nokkrar skemmdir hafi orðið og eldsupptök hafi verið í vélarrúminu.
Sjór komst í rafmagnstöfluna og olli skammhlaupi og skemmdi rafkerfið og einnig urðu nokkrar skemmdir á vélbúnaði. En það er verið að meta skemmdirnar og það er ljóst að Maggý er ekki á leiðinni út á miðin næstu dagana.
Það skapast alltaf hætta
Þótt vel hafi farið segir Gunnar Þór ávallt hættulegt þegar ástand á borð við þetta kemur upp úti á rúmsjó. Manni bregður óneitanlega, það skapast alltaf hætta þegar svona óeðlilegt ástand skapast. En þessi skjótu viðbrögð skiptu algerlega sköpum.
Athugasemdir
Sæll Sigmar.
Já það kann að skipta sköpum að hafa hraðskreiðan bát og sannarlega medalía í garð þeirra sem þar eiga í hlut.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.7.2012 kl. 00:43
Heil og sæl Guðrún María takk fyrir innlitið.
Vestmannaeyingar hafa ávalt átt góðar björgunarsveitir og búnað til björgunar, enda áhugi á þessum málum mikill í Eyjum. Vonandi helst sá áhugi um ókomin ár.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.7.2012 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.