Neðri kleifar og Litla Langa

Tóti 8
Myndin er af hluta af Neðri Kleifum í Heimakletti og vestan við Klettinn er svokölluð Litla Langa. Þarna var kennt sund hér áður fyr þegar ekki var til Sundlaug í Vestmannaeyjum. Þetta var vinsælt leiksvæði okkar peyjana í mínu ungdæmi því þarna var hreinn aflíðandi sandbotn sem náði nokkuð langt út í höfnina.
 ----------------------------------------------------------------------------------------
Eyjaferð Sprota 30.júni 2012 019
Á þessari mynd sem ég tók í gær sést að þetta svæði hefur allt verið fyllt upp og komin er ný bryggja og grjótgarður alveg að Neðri kleifum. Lengst til hægri á miðri mynd er Stóra Langa sem nú er orðin fagurgræn en þarna var áður sandur sem safnaðist upp að Heimakletti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband