17.6.2012 | 11:40
Við flöggum íslenska fánanum á 17. júní
Fáninn okkar
Eftirfarandi ljóð um okkar fallega íslensa fána gerði Einar Sigurfinnsson, ég setti það inn á bloggið mitt 2011 og endurbirti það hér nú í tilefni 17. jjúní.
Einar Sigurfinnsson F. 14. sept. 1884 D. 17. maí 1979.Einar bjó um tíma í Vestmannaeyjum með konu sinni Raghildi Guðmundsdóttir og starfaði þá m.a. hjá Póst og síma.
Fáninn okkar, er eftir Einar Sigurfinnsson
Fáninn okkar
-
Fáninn blaktir hátt við hún.
Á helga krossi sigurrún
merki þetta minnir á
mann hvern er það kann að sjá.
-
Þrílitt merkið minnir á
og mestan leyndardóm vill tjá
um þrenning helga í himnadýrð
er hvorki verður séð né skýrð.
-
Hvert sem landan báran ber
blæjan hreina minna fer
á blámann heiða, bjarta mjöll
og bjarmann elds er loga fjöll.
-
Tvílitur mun tákna kross
trúarinnar dýrsta hnoss
blóðgan sveita, benja tár
brotin læknuð hvít sem snjár.
-
Hvar sem blæjan blaktir hrein
bæn til himins stígur ein:
Helguð krossins hreinni glóð
hátt æ stefni Íslands Þjóð.
-
Fyrsta sumardag 1960.
Einar Sigurfinnsson
Athugasemdir
Mjög fallegt Sigmar.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.6.2012 kl. 01:13
Flott ljóð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2012 kl. 11:37
Heilar og sælar og takk fyrir innlitið, já þetta er flott ljóð eftir Einar Sigurfinnsson.
Ég man vel eftir þessum manni er hann bjó í Vestmannaeyjum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.6.2012 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.