16.6.2012 | 00:40
Hásteinn og Hástensvegur
Í forgrunni er Hásteinn sem Hásteinsvegur heitir eftir en gatan er lengst til vinstri á myndunum.
Á nýrri myndinni eru lengst til hægri neðstu húsin á Illugagötu en þau eru númer 1. 3 og 5.
Eldri myndin er sögð frá 1947, alla vega er hún nokkuð gömul þar sem Landakirkja er þarna með gamla turninn. Gaman væri ef einhver gæti tímasett þessa mynd.
Það erfróðlegt að bera þessar myndir saman og sjá hvað bærinn hefur stækkað og svo er náttúrulega komið nýtt fjall og hraun. En lítil breyting hefur orðið á gamla góða Hásteini
Þessar myndir sendi mér frændi minn Ingibergur Óskarsson og þakka ég honum kærlega fyrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.