11.6.2012 | 21:32
Eru sjómenn sáttir ??? auðvitað ekki.
Sjómenn virðast sáttir með sitt,
engin óánæja með hátíð hafsins.
Þetta er fyrirsögn á þessari litlu grein í Morgunblaðinu sem ég hef á tilfinningunni að sé skrifuð til að gera lítið úr skrifum mínum um Sjómannadaginn í grein sem ég nefndi Sjómannadagurinn er ekki hátíð hafsins, það vill blaðakonan sem skrifar féttina ekki taka undir. Þarna er talað við tvo aðila þá: Ágúst Ágústsson markaðstjóra Faxaflóahafna og Sævar Gunnarsson formann SSí. síðan sett framm fullyrðing um að sjómenn séu sáttir við að Sjómannadagurinn sé hirtur af þeim og uppnefndur hátíð hafsis, þetta er ótrúlega léleg fréttamennska.
Sævar svarar blaðamanni með eftirfarandi: ,, Nei, ég hef ekki heyrt neinar óánægjuraddir með þetta," og bendir á að dagurinn hafi víðar verið feldur inn í stærri hátíðarhöld. Hann segir þó að vissu leiti skilja sjónarmið Sigmars.Ég get svolítið tekið undir þetta, sem gamall refur, að jú, ef þetta muni þróast þannig að það gleymdist að þetta væri Sjómannadagurinn þá væri það neikvætt," segir hann.
Þarna tekur Sævar undir það sem ég er að reyna að koma mönnum í skilning um, að það er verið að jarða Sjómannadaginn okkar, og sjómenn virðast ekki gera sér grein fyrir hvað dagurinn er sjómönnum dýrmætur, eða vilja ekki tjá sig um mikilvægi hans.
Ég hef oft haldið því fram og ég veit að sjómenn eru mér þar sammála, að Sævar Gunnarsson er einn af bestu forustumönnum sjómanna, en auðvitað stendur hann með sínum mönnum sem hafa verið kosnir í Sjómannadagsráð. Þess vegna svarar hann svona líkt og Ragnar Reykás.
Þegar ég segi í grein minni að ég hafi ekki hitt einn einasta sjómann sem sé ánægður með þessa breytingu á nafni sjómannadagsins, þá meina ég það og er ekki að bulla það út í loftið. Ég starfa sem skipaskoðunarmaður og einnig skoða ég öryggisbúnað hafna á mörgum stöðum kringum landið, þannig að ég hitti marga sjómenn og er í góðum tengslum við þá, hef rætt þessi mál við mjög marga sjómenn, og þeir eru allir með tölu á því að þetta er skandall að fela Sjómannadaginn á þennan hátt. Enda hel ég að allir sem vilja sjá geri sér grein fyrir þeirri staðreynd að þetta er lítillækkandi fyrir sjómenn. Ég vil taka það fram að Sjómannadagurinn í Grindavík er tengdur sjómönnum á jákvæðan hátt og nefndur Sjóarinn síkáti, það finnst mér í lagi enda er ekki farið leynt með það að þetta er Sjómannadagurinn sem þar er verið að halda upp á.
Það segir sína sögu þau miklu viðbrögð sem ég hef fengið við þessari grein minni Sjómannadagurinn er ekki hátíð hafsins öll á einn veg að þetta sé orð í tíma töluð og ég hef fengið mikið þakklæti frá mörgum sjómönnum bæði með símtölum, tölvupóst og menn hafa margir hverjir komið að máli við mig á förnum vegi og þar tekið undir mín sjónarmið.
Ég á bágt með að trúa því miðað við öll þau viðbrögð sem ég hef fengið við grein minni, að engin sjómaður hafi tjáð sig við forustumenn sjómanna um þessa breytingu að fela Sjómannadaginn, þeir vilja bara ekki viðurkenna að þeir geti ekki varið Sjómannadaginn.
Ég nenni ekki að eiða tíma í að ræða um skoðanir sem Ágúst Ágústsson markaðstjóri Faxaflóahafan hefur á þessu máli, auðvitað er honum nákvæmlega sama um Sjómannadaginn og sjómennina það þarf ekki að ræða það.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Athugasemdir
Sæll frændi.
Ég er innilega sammála þér.
mbk.Stjáni á Emmunni
Kristján Oskarsson (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 22:51
Sæll Sigmar.
Sjómannadagur skal sjómannadagur,hvar á Íslandi sem er, og ef menn eru virkilega svo steinsofandi að skilja ekki að það skiptir máli, þá munu þeir lúta lægra haldi er fram líða tímar, það er ég viss um.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.6.2012 kl. 01:39
Sæll vertu,,Ég er sammála þér það er eins og það nauðsyn í allri markaðssetningu að afbaka öll gömlu gildin,þetta er kannski eðlilegt þessi nyja kynslóð ólst ekki upp við að láta þau vera í fyrirrúmi,en þetta heitir víst breyttur tíðarandi,þetta er ekki bara hjá ykkur á Reykjavíkursvæðinu,sjáðu td hér í Eyjum það voru settar miljónir í að gera Blátind upp,hvað svo,núna er þessi bátur að verða okkur til ævarandi skammar,er farinn að mynna á Skaftfelling þar sem hann stendur uppi nyrst á Eiðinu,og grotnar niður,þetta heita aðrar áherslur með breyttum "tíðaranda" kv þs
þs (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 13:04
Heil og sæl Stjáni, Guðrun María og Þórarinn og takk fyrir innlitið og góðar undirtektir. Já það er merkilegt hvað framámenn sjómanna eru lokaðir fyrir þessu. Þórarinn ég er innilega sammála þér að það er ömurlegt að horfa upp á Blátind grotna þarna niður. Því miður er þetta ekki endilega breyttur tíðarandi, það hefur ekki gegnum árin verið áhugi í Eyjum að varveita það gamla frá sjónum, nema ef það gera einstaklingar eins og frábæra safnið hans Þórðar Rafns. Þetta er kannski efni í smá blogg grein
Smápistill um það væri gaman að setja hér á bloggið.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.6.2012 kl. 22:35
Sæll meistari Sigmar.
Ég vil nú taka dýpra í árinni en þú hvað varðar forystu sjómanna,mér finnst þeir vera fjarlægjast stéttina og þá sérstaklega félagsmenn,meira og meira nú seinni árin,þetta á ekki alla en stórann hluta þeirra,sama þróun virðist vera eiga sér stað í öðrum stéttarfélögum og skrifstofur þeirra líkjast æ meira stofnunum ríkisins en verkalýðs og sjómannafélögum,hverju um er að kenna skal ég ósagt látið.
En lítil dæmisaga:ég hef nánast allt mitt líf greitt í þessi félög félagsgjöld,nema þann tíma sem ég starfaði við leigubílaakstur,en er honum lauk var ég búsettur í kef og var atvinnulaus í nokkra mánuði,fljótlega eftir að ég hætti akstri lagði ég leið mína niður á skrifstofu verkalýs og sjómannafélag kef og bað um eyðublað til að sækja um félagsaðild,svarið var nei og er ég óskaði eftir skýringum,var svarið,,,þú færð ekkert að skrá þig í félagið til að safna punktum fyrir sumarbústaðina,ég benti konunni á að það væri hreint ekki ættlunin,heldu væri ég að óska eftir skráningu í mitt stéttarfélag og þar sem ég sæi mig ekki standa á bak við búðarborð eða þaðan af síður á skrifstofu,lægi beinast við að skrá mig í verkalýsðsfélagið.svarið var nei,,,,daginn eftir hafði formaður félagsins samband við mig og óskaði eftir að ég kæmi og spjallaði við hann,sem ég og gerði,þá fór hann að útskýra fyrir mér að þar sem ég væri atvinnulaus væri enginn hagur fyrir félagið að fá mig sem félagsmann og þar af leiðandi fengi ég ekki skráningu,ég sendi bréf a´ASÍ og óskaði eftir aðstoð þaðan og mánuði seinna kom bréf þar sem sagði að þeir gætu ekkert gert,aðildarfélögin væru sjálfstæðar einingar og lytu ekki beinni stjórn ASÍ,stuttu seinna fékk ég vinnu í Ramma í kef og vitir menn á fyrsta launaseðlinum voru innheimt félagsgjöld fyrir verkalýsðfélagið í kef,ég hefði samband við þá og benti þeim á að ég væri félagsmaður í Eflingu eftir neitun þeirra á að skrá mig og greiddi mín félagsgjöld þangað,,, alveg sama samkvæmt samningum við launagreiðendur fáum við aukafélagsgjöld af öllum sem vinna verkalýsstörf á svæðinu,þá óskaði ég eftir að verða skráður inn sem félagsmaður,en nei "ekki búinn að vinna nógu lengi í kef til þess".
Þessi saga er eiginlega dæmi um að þessi félög eru orðin að stofnunum og starfa mikið til eftir vilja formanna hverju sinni,ég átti langt samtal við formann ASÍ á þeim tíma sem ég þekki mjög vel og hann staðfesti skoðun mína á að pólitískar valdablokkir og "þægir"formenn réðu nánast alfarið í félögunum,
Ég hef rekið mig á svipuð samskipti min og annara af "þægum"formönnum,bæði sem trúnaðamaður og flélagsmaður og er ekki par hrifinn af því sem komið hefur í ljós í þeim samskiptum.
En í raun er þetta félagsmönnum að stórum hluta að kenna vegna áhugaleysis á störfum og stjórnum stéttarfélaga sinna.
Ssíssh þetta var nú meiri langlokan,en svona er það bara þegar manni hitnar í hamsi,svo já Sigmar ég er fullkomnlega rennislétt sammál þér í þessu sjómannadagserindi þínu.
Kv Laugi,sem ættlar að fara út og kæla sig smá.
Sigurlaugur Þorsteinsson, 13.6.2012 kl. 11:53
Heill og sæll Laugi og takk fyrir innlitið og stéttarfélagssöguna. Þetta er með ólíkindum að lesa þetta og segir okkur, að það er eithvað mikið að í þessum félagsmálum okkar. Hverjum er um að kenna ?? auðvitað er það félagsmönnum sjálfum um að kenna Laugi.
Trúir þú því Laugi að engin sjómaður hafi nefnt það við forustu sjómanna að þeir væru ósáttir við að Sjómannadeginum væri breytt í hátíð hafsins og Sjómannadagurinn helst ekki nefndur á nafn? Nema jú til að selja merki Sjómannadagsins. Á undanförnum árum hafa tugir sjómanna nefnt þetta við mig að þetta hneiksli að breyta nafni Sjómannadagsins, en forustu menn sjómanna hafa ekki heyrt á þetta minnst. Mér finnst ótrúlegt að þetta sé rétt.
En Laugi minn takk fyrir þennan pistil þinn alltaf gaman að fá frá þér athugasemdir.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.6.2012 kl. 20:03
Sæll meistari Sigmar.
Nei það er á tæru að það hefur verið kvartað undan þessum breytingum við formennina,en það eru bara óþægir félagsmenn sem ekki er hlustað á,formennirnir eru "gáfaðri" en svo að láta það trufla sig neitt,já liðið segir allt annað og það dugar.
Kv Laugi.
Sigurlaugur Þorsteinsson, 14.6.2012 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.