10.6.2012 | 13:17
Sumarferð upp á Stórhöfða farin sumarið 1954
Myndirnar eru teknar upp á Stórhöfða 1954
Það var ekki algengt 1954 að menn ættu bíl í Vestmannaeyjum, svo það var stundum farið í fjölskylduferðir út á eyju á bílum sem útgerðmenn áttu, fengu þá vinir og vandamenn oft að koma með, algengt var að farið var í Herjólfsdal, eða í það sem kallað var Skátastykki og fl. staði. Allur þessi hópur sat á vörubílspallinum.
Þessar myndir er tekinn í einni slíkri ferð upp á Stórhöfða árið 1954, bílinn átti Leó VE 294 útgerðin sem Óskar Matthíasson og Sigmar Guðmundsson áttu.
Við bíl talið frá vinstri: Sveinbjörn Snæbjörnsson, sonur hans Bjarki Sveinbjörnsson, Þórunn Sveinsdóttir, Sveinn Matthíasson, sonur hans Pétur Sveinsson, litli drengurinn er Sævar Sveinsson, María Pétursdóttir móðir Sævars, Ársæll Árnason, Þóra Sigurjónsdóttir, Þorvarður Þórðarson, Óskar Matthíasson og Leó Óskarsson í kerrupoka. Uppi á palli eru frá vinstri: Páll Árnason, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Hjálmar Guðmundsson, Grétar Sveinbjörnsson, Gísli Már Gíslason, Adda Pálmadóttir, Sigmar Guðmundsson, Erla Sigmarsdóttir, Óskar Þór Óskarsson.
Kveðja
Sigmar Þór
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.