6.6.2012 | 23:20
Ný falleg höfuðmynd af Heimaey á blogginu mínu
Eins og menn hafa kannski tekið eftir, hef ég sett nýja höfuðmynd á nafar bloggið mitt. Myndina sendi mér Daði Ólafsson og gaf hann mér leyfi til að nota hana að vild og þar með sem höfuðmynd. Myndin er tekin á Stórhöfða og sést yfir Heimaey og nokrar eyjar. Þetta er gullfalleg mynd og þakka ég Daða Ólafsyni kærlega fyrir myndina og leyfið til að nota hana. Gott að eiga svona menn að sem hjálpa til við að gera síðuna mina betri.
Kær kveðja
Athugasemdir
Hmmm.......þetta er gott dæmi hvers vegna maður er búinn eiga heima hérna á Stórhöfða í 38 ár (eða síðan 13. júni 1974).
Enn það galli að höfuðmyndin er í tvennu lagi hjá þér. Held að þú þurftir að skera myndina til að fá hana í einu lagi. Allavega þurfti ég að gera það á minni síðu.
Kveðja
Pálmi Freyr Óskarsson, 7.6.2012 kl. 07:16
Virkilega flott mynd Sigmar minn. Til lukku með hana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 10:00
Falleg mynd, en óvenjulegt sjónarhorn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2012 kl. 22:31
sæll meistari Sigmar.
Það hefur löngum verið ljúft að sitja út í höfðanum og horfa yfir eyjuna okkar,hún er eitthvern vegin hluti af manni sjálfum og sjá hana rísa úr sæ á sólbjörtum morgni er í raun næring fyrir fegurðarskinið og sálina og sigla inn fyrir klettinn er eins og að vera kominn heim þó maður sé löngu fluttur á brott.
kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 9.6.2012 kl. 10:41
Heil og sæl öll og takk fyrir innlit og athugasemdir.
Pálmi Freir já Stórhöfðinn er fallegur og glæsilegt útsýni til allra átta, þangað keyrði ég oft þegar ég bjó á Heimaey. En þar er líka oft slæmt veður á vetrum, þannig að Höfðinn hefur bæði kosti og galla. 'Eg hélt að þú værir ekki svona gamall Pálmi minn 38 ára man vel eftir þegar ég var að bera út og rukka Æskuna fyrir strákinn minn, það er ekki svo klangt síðan.Eða Hvað ?. En þú talar um galla á myndinni Pálmi. Á minni tölvu er hún rétt en þar sem stærri skjáir eru þá kemur hún að hluta til tvöföld. Það er erfitt að eiga við þetta.
Já Laugi tek undir þetta hjá þér og maður á margar góðar minningar frá ferðum útí Stórhöfða sem peyi, en það var töluvert ferðalag fannst manni þegar farið var fótgangandi.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.6.2012 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.