Glæsileg flugsýning á Reykjavíkurflugvelli.

Frétt af mbl.is

Listflug við Reykjavíkurflugvöll
Innlent | mbl.is | 28.5.2012 | 15:54
Á sýningunni var hægt að skoða flugvélar af öllum stærðum og gerðum.Fjöldi fólks hefur í dag fylgst með flugvélum sýna listflug á Reykjavíkurflugvelli, en Flugmálafélags Íslands stóð fyrir flugsýningu þar sem hægt var að skoða flugvélar af öllum stærðum og gerðum

Það er alltaf jafn gaman að fara á þessar flugsýningar sem Flugmálafélag Íslands stendur fyrir á Reykjavíkurflugvelli. þetta er einn af þeim viðburðum sem maður vill ekki missa af. Þessi sýning var mjög skemmtileg og allt vel skipulagt hjá þessum mönnum sem sjá um sýninguna. Mikill fjöldi var á flugvellinum þannig að maður hittir þarna marga sem maður þekkir. Mér skilst að Flugmálafélag Íslands sé ekki mjög stórt félag en getur þó skipulagt og komið á svona glæsilegri flugvelasýningu, sem þúsundir manna eru að skoða það sem fyrir augu ber. Ég þakka Flugmálafélagi Íslands kærlega fyrir skemmtilegan dag.

Eg tók nokkar myndir sem ég ætla að láta hér fylgja hér með.

Flugdagurinn 2012 002Flugdagurinn 2012 003

Flugdagurinn 2012 005Flugdagurinn 2012 008

Flugdagurinn 2012 010Flugdagurinn 2012 026

Flugdagurinn 2012 040Flugdagurinn 2012 041

Flugdagurinn 2012 029

Flugdagurinn 2012 052


mbl.is Listflug við Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi.

Já þetta var glæsileg sýning og örugglega sú fjölmennasta en við stjórnendur áætluðum að milli 10 og 12.000 manns hefðu komið á hana. Var virkilega gaman að sjá loksins Catalinu flugbát aftur hér á landi og voru margir sem komu utan af landi til að líta hana augum. Jú satt er að FMÍ er ekki stórt félag en öflugir erum við og erum komnir í þokkalega góða þjálfun að halda svona sýningar og er það skemmtileg tilbreyting frá því sem við gerum hinn hlutann af árinu þ.e.a.s. að reyna vinda ofan af því reglugerðar bulli sem er að drepa grasrótina en loksins eru öll 27 löndin sem eiga að EASA búin að viðurkenna að reglugerðar pakkinn fyrir litlu vélarnar eru gjörsamlega út í hött og er þegar byrjað að vinna að þessum málum og sjáum við nú ljósið í enda ganganna :-)

Takk fyrir komuna á sýninguna.

kv. Valur St. frá Gerði

Valur Stefáns. (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 00:28

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valur og takkfyrir þessa athugasemdþ Þetta var flott sýning og virkilega gaman að vera þarna og fylgjast þeð. Hvað eru margir menn í þessu félagi Flugmálafélag Íslands ?? og hvað eru margir meðlimir í Því ?

Gott að heyra að þið séuð að ná árangri í baráttunni við reglugerðafarganið.

Hlakka til næstu sýningar Valur minn.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.6.2012 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband