28.5.2012 | 14:05
Gull á ég ekki að gefa þér
Er þetta ekki staðreynd sem við eigum að vera meira meðvituð um ?
Við hjónin vorum um helgina í Vestmannaeyjum þar sem við fylgdum Sigmund Jóhannssyni góðum vini til grafar, þetta var virðuleg og falleg jarðaför alveg í anda Sigmunds. Ég mun síðar minnast hans hér á blogginu mínu, hvað hann gerði fyrir okkur sjómenn og mín góðu kynni af honum og hans fólki.
Við stoppuðum í Eyjum í tvo daga og gátum því heimsótt frændfólk vini og kunningja. Á einu heimilinu sem við heimsóttum voru meðfylgjandi vísur þrykktar á vegg. Mér fannst þær frábærar og einhvern veginn segja allt sem segja þarf um þessa ferð og um fólkið sem við hittum í Eyjum. Þar fundum við vel fyrir vinárttu þeirra sem við töluðum við, vináttu sem er vermætari en margt annað sem menn vilja eignast.
--------------------------------------------------------
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
veðmætust eðalsteina.
-----------------------------------------------------------
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
veðmætust eðalsteina
-----------
Höfundur ókunnur
Athugasemdir
takk fyrir þetta SIGMAR
Ólafur Th Skúlason, 28.5.2012 kl. 14:45
Heill og sæll Ólafur og takk fyrir innlitið.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.5.2012 kl. 16:42
Sæll Sigmar.
Já, vináttan er virði gulls á jörð, svo sannarlega.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.5.2012 kl. 00:04
Heil og sæl Guðrún María og takk fyrir innlitið, já við eigum að meta vináttuna mikils hún er allra meina bót.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.5.2012 kl. 23:37
Sæll félagi Ég fann þetta ljóð einu sinni inni fallega skrifað á blað í kórmöppunni minni einhver sem ég gruna reyndar hver er setti það þar. Ljóðið er afar fallegt og mér þykir vænt um það og líka um grunaðan gefanda. En ljóðið mun vera eftir Hjálmar Freysteinsson læknir á Akureyri. Það er til lag við þetta fallega ljóð sem er sænska lagið við ljóðið Vem kan segla förutan vind og það ljóð er svona.
Vem kan segla förutan vind
vem kan ro utan årar
vem kan skiljas från vännen sin
förutan at fälla tårar
Jag kan segla förutan vind
jag kan ro utan årar
Men ej skiljas från vännen min
förutan att fälla tårar
Með góðri kveðju Heiðar Kristinsson
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 17:10
Heill og sæll Heiðar og takk fyrir innlitið athugasemdir og fallegt ljóð. Já það er skemmtilegra að lesa eithvað sem er fallegt, jákvætt og uppbyggilegt. Ég á nokkur falleg ljóð sem þú hefur sent mér við ýmis tækifæri hafðu þökk fyrir það.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.5.2012 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.