20.5.2012 | 21:46
Gömul mynd frá Þjóðhátíð í Herjólfsdal
Þessi gamla mynd frá Þjóðhátíð í Herjólfsdal, en hvenær hún var tekin veit ég ekki. Þarna er viti á miðri tjörninni og sennilega hefur hann blikkað þegar dimmt var orðið. Svo má sjá að grindverkið í kringum tjörnina eru með stöfum og texta.
Ekki man ég eftir þessu, en líklega er þetta nokkuð gömul mynd það sér maður á tjöldunum.
Myndina sendi mér Þórarinn Sigurðsson ásamt fleiri gömlum góðum myndum, takk fyrir Tóti.
Athugasemdir
Gaman að þinum myndum og máli ekki nógu dglegur að kvitta/Kveðja og þakklæti
Haraldur Haraldsson, 20.5.2012 kl. 23:57
Sæll Sigmar.
Alltaf jafn gaman af myndunum hjá þér. Þarf að senda þér eina eða tvær sem amma átti af þjóðhátíð til gamans.
Er sennilega búin að týna netfanginu þínu.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.5.2012 kl. 01:01
Heil og sæl Haraldur og Guðrún María og takk fyrir innlitið. Já Guðrún María það væri gaman að fá þessar myndir frá Þjóðhátíðinni.
netfangið mitt er : sigmars@sigling.is
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.5.2012 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.