17.5.2012 | 11:29
Þekkir einhver þessa menn ??
Þessa mynd bað einn ágætur vinur minn mig að skanna fyrir sig, sagði að faðir sinn hefði átt hana og væri myndin tekin af mönnum sem voru á vélstjóranámskeiði í Vestmannaeyjum fyrir áratugum. Þetta námskeið hefði verið eitt af fyrstu mótornámskeiðum sem haldin voru í Eyjum.
Það væri gaman ef einhver þekkti þessa menn sem eru á myndinni, að setja athugasemd við hana. En líklega er myndin of gömul til að þessir menn þekkist.
Mér sýnist einn af þeim vera Finnur í Eyjabúð þarna í efstu röð númer 4 í röðinni.
Ég fékk þessar upplýsinar um myndina í athugasemdum og færi þær undir myndina, gaman þegar maður fær svona góð viðbrögð við gömlum myndu.
VÉLSTJÓRASKÓLI VESTMANNAEYJA 1925.
Aftari röð frá vinstri: Guðleifur Ísleifsson, Eyjafjöllum; Guðmundur Markússon, Dísukoti í Flóa; Ólafur Jónsson, undan Eyfjöllum; Friðfinnur Finnsson, frá Oddgeirshólum; Óskar Gissurarson, Kolsholti í Flóa; Bergur Jónsson, Vegbergi.
Miðröð frá vinstri: Gestur Gíslason frá Nýjabo í Þykkvabæ; Guðni Jónsson, Hlíðardal; Kristinn Halldórsson frá Siglufirði; Arthur Aanes, Norðmaður; Ágúst Loftsson, Þorvaldseyri, Eyjafjöllum; Ágúst Jónsson, Löndum; Sigurður Eiríksson af Snæfellsnesi.
Fremsta röð frá vinstri: Vilmundur Kristjánsson, Eyjarhólum í Eyjum; Bjarni Jónsson, kennari; Þórður Runólfsson, skólastjóri, vélaverkfræðingur; Páll Bjarnason, prófdómari (skólastj. barnask.); Björn Bjarnason, kennari, frá Bólstaðarhlíð í Eyjum; Einar Magnússon, prófdómari, vélsmiður frá Hvammi í Eyjum; Ingibjartur Ingibjartsson, prófdómari, þá skipstjóri á Skaftfellingi.
Birna Ólafía Jónsdóttir
Athugasemdir
Björn Bjarnason frá Bólstaðarhlíð í Vestmannaeyjum er þriðji frá hægri í fremstu röð.
Ásmundur J. Þórarinsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 10:26
Sæll Simmi.
Gaman að sjá þessa mynd. Björn Bjarnason var faðir Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð, tengdaföður míns.
Bestu kveðjur,
Ási.
Ásmundur J. Þórarinsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 10:30
Sæll Simmi.
Sýndi foreldrum mínum myndina, pabbi þekkti nokkra og eftir smá grúsk á netinu fann ég restina.
Þau höfðu gaman af að sjá myndina og báðu að heilsa.
Kveðja, Birna.
VÉLSTJÓRASKÓLI VESTMANNAEYJA 1925.
Aftari röð frá vinstri: Guðleifur Ísleifsson, Eyjafjöllum; Guðmundur Markússon, Dísukoti í Flóa; Ólafur Jónsson, undan Eyfjöllum; Friðfinnur Finnsson, frá Oddgeirshólum; Óskar Gissurarson, Kolsholti í Flóa; Bergur Jónsson, Vegbergi.
Miðröð frá vinstri: Gestur Gíslason frá Nýjabo í Þykkvabæ; Guðni Jónsson, Hlíðardal; Kristinn Halldórsson frá Siglufirði; Arthur Aanes, Norðmaður; Ágúst Loftsson, Þorvaldseyri, Eyjafjöllum; Ágúst Jónsson, Löndum; Sigurður Eiríksson af Snæfellsnesi.
Fremsta röð frá vinstri: Vilmundur Kristjánsson, Eyjarhólum í Eyjum; Bjarni Jónsson, kennari; Þórður Runólfsson, skólastjóri, vélaverkfræðingur; Páll Bjarnason, prófdómari (skólastj. barnask.); Björn Bjarnason, kennari, frá Bólstaðarhlíð í Eyjum; Einar Magnússon, prófdómari, vélsmiður frá Hvammi í Eyjum; Ingibjartur Ingibjartsson, prófdómari, þá skipstjóri á Skaftfellingi.
Birna Ólafía Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 18:30
Sæll aftur.
Eftir að hafa borið ofangreind nöfn saman við þau sem pabbi gaf upp, tókum við eftir misræmi. Pabbi sagði að 6. frá vinstri væri Axel á Löndum og Ási staðfesti að sá væri maðurinn.
Bergur Jónsson, Vegbergi hét Ingibergur Jónsson og var faðir Egils Skúla Ingibergssonar fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík.
Kveðja,
Birna.
Birna (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 19:23
Sæll Ásmundur og takk fyrir innlitið og upplýsingar, gaman þegar maður fær viðbrögð við þessum gölu myndum.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.5.2012 kl. 21:18
Sæl Birna og takk fyrir innlitið og þessar upplýsingar um myndina, þetta á eftir að gleðja þann sem lét mig hafa hana því hann þekkti ekki nema pabba sinn á myndinni, en mig minnir að pabbi hans hafi heitið Óskar Gissurarson. Ég ætla að færa þessar upplýsingar undir myndina. Mér datt ekki í hug að þetta gengi svona vel að fá nöfnin á þessum mönnum þar sem myndin er gömul.
Ég er ekki viss um hver þú og foreldrar þínir eru Birna, en bið að heilsa þér og þeim.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.5.2012 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.