24.1.2012 | 20:43
Athugasem við þessa frétt mbl.is
Skoðunarstofur Siglingastofnunar skoðuðu á síðasta ári 2.103 gúmmíbjörgunarbáta víða um land. Bátarnir voru af ýmsum gerðum. 26 af þessum bátum voru dæmdir ónýtir.
Meðal verkefna Siglingastofnunar Íslands eru árlegar úttektir á svokölluðum B-skoðunarstofum, sem eru þjónustustöðvar sem skoða búnað skipa, m.a. gúmmíbjörgunarbáta. Eftirlit stofnunarinnar felst í almennri úttekt á stöðvunum, búnaði og varahlutalager og jafnframt yfirferð á skoðunarskýrslum sem gerðar hafa verið. Þær verða að hafa starfsleyfi Siglingastofnunar sem að jafnaði er gefið út til fimm ára í senn. Stöðvarnar eru staðsettar víða um land og hafa einnig leyfi til að skoða og yfirfara björgunarbúninga. Þá hafa þær, að einni undanskilinni, leyfi til að skoða losunar- og sjósetningarbúnað.
Mig langar að gera hér athugasemd við þessa frétt.
Það eru ekki Skoðunarstofur Siglingastofnunar sem skoða Gúmmíbjörgunarbáta, heldur eru þessar B. skoðunarstofur einkafyrirtæki sem Siglingastofnun hefur eftirlit með og gefur þeim starfsleyfi. Þetta kemur reyndar fram í seinni hluta þessarar fréttar.
26 gúmmíbátar reyndust ónýtir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski ég komi kjánalega þar sem ég hef aldrei unnið á sjó og kannski mjúkur á því, en ég ætla bara að láta vaða:
Góður punktur og mjög þarfur frá reyndum sjómanni. En maður spyr áður en eitthvað kemur fyrir? Hvor þessara félaga axlar ábyrgð þegar uppi er staðið og kemur að því að einhverjir drukkna vegna björgunarbáta sem eru ekki í lagi?Margir borgarbúar halda þetta sé voða fyndið og nánast óábyrgt virðist vera af lesningum margra borgarbúa, eins og það sé bara grín og gaman að vera sjómaður.
Ef við setjum upp smá mál þar sem björgunarbátur klikkar: Hefði ekki verið hægt að komast hjá slíku slysi ef réttir aðilar sem bera öryggið fremst fyrir sjómönnum, hefðu skoðað björgunarbátinn? Á einn maður að láta lífið svo reglum og eftirliti verði breytt? 26 af 2.103 virðist ekki mikið en þetta er yfir 1%. Ég hef ekki verið á sjó, en ef ég væri úti á 100 sjómílum með vanbúinn björgunarbát og öll áhöfnin niður með honum og vita það að ég er í 99.9999% flokknum með björgunarbát... ekki hugsanlega í 1+% klúbbnum!
Held það sé ekkert grín að lenda í sjónum, og hvað þá í það sem má segja óásættanlegum björgunarbáti!
P.s. Sama hvað maður vill þegar eitthvað kemur fyrir á sjó, þar hleypur maður ekki í faðminn á mömmu eða pabba ef eitthvað gerist úti á sjó, ef eitthvað klikkar, þá endar maður í BESTA fallií faðminum hjá þeim, en faðmar þau ekki á móti..
ViceRoy, 24.1.2012 kl. 22:45
Heill og sæll ViceRoy og takk fyrir innlit og athugasemd. Þetta er ekki kjánaleg athugasemd hjá þér miðað við hvernig þessi frétt er upp sett, en þetta þarf allt skýringar við.
Gúmmíbjörgunarbátar á vinnubátum þurfa að fara í skoðun einu sinni á ári, þá fara þeir í sérstök próf eftir því hvaða ár þeir eru framleiddir, ef þeir standast ekki þessi próf eru þeir teknir úr notkun.
Margir af þessum Gúmmíbjörgunarbátum eru orðnir gamlir og þess vegna borgar sig ekki að gera við þá og þeir þess vegna teknir úr notkun.
Flestir gúmmíbátar sem hafa einu sinni verið notaðir eru teknir úr notkun, jafnvel þó þeir séu nýlegir.
Það er mjög eðlilegt að gúmmíbjörgunarbátum sé skipt út þar sem þeir eru komnir til ára sinna, það þarf að endurnýja þá eins og annan björgunarbúnað skipsins.
Sjálfur get ég fullyrt að Gúmmíbátaþjónustur allt í kringum landið sem skoða þessa Gúmmíbjörgunarbáta, hafa á að skipa mjög góðum og vandvirkum skoðunarmönnum sem skoða Gúmmíbátana eftir sérstökum skoðunarhandbókum og gera það örugglega samviskusamlega.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.1.2012 kl. 23:46
Já ég tek undir það. Hér er svona skoðunarstofa og þetta er afar nauðsynlegt, því líf getur legið við að bátarnir séu í lagi. En það hlýtur að vera fyrst og fremst á ábyrgð eigenda bátana að skoðun sé í lagi, en ef þeir hafa farið með bát til skoðunar sem reynist svo skemmdur, hlýtur ábyrgðin að vera skoðunarstofunnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.