Saga frá því í gamladaga

Páll Steingrímssonkennari  og síðar kvikmyndagerðarmaður sagði okkur kökkunum í Barnaskóla Vestmannaeyja eftirfarandi sögu sem kannski væri hægt að herma upp á ÍsbjörnLoL:
Það var einu sinni skógarhöggsmaður á gangi í skógi í Kanada, hann gekk um skóginn í leit  að tré til að fella, hann finnur tré í miðjum skóginum og byrjar að höggva það með sinni stóru og beittu öxi. Þegar hann er  langt komin með að höggva sundur tréð heyrir hann mikið öskur fyrir aftan sig og finnur að jörðin nötrar undir fótum sér, hann lítur um öxl og sér risastórann skógarbjörn sem hafði líklega vaknað af vetrardvala við hávaðan.  Skógarhöggsmaðurinn sá strax að hann gat ekki flúið undan glorhungruðum birninum inni í miðjum skógi. Hann bjóst því til varnar og var tilbúinn að nota flugbeitta öxina á björninn. Þeir nálguðust nú hvern annan og drápseðlið skein úr augum bangsa. Allt í einu stökk hann að skógarhöggsmanninum lyfti upp hramminum og bjóst til að slá, en skógarhöggsmaðurinn reiddi á móti  upp öxina og ætlaði að höggva í miðja bringu björnsins, en ekki tókst betur til en svo að björninn sló með loppunni öxina úr hendi hans svo hún sást ekki meir.  Nú var Skógarhöggsmaðurinn í slæmum málum, hann var vopnlaus á móti dýrinu sem ætlaði að drepa hann og éta.    Björninn nálgaðist nú manninn aftur hægt og hægt, hann vissi að hann gæti ekki flúið, en skógarhöggsmaðurinn ætlaði ekki að gefast upp enda var hann búin að ákveða hvernig hann gæti snúið á björninn  því um líf eða dauða var að tefla.
Nú var bara 2 metrar á milli þeirra og björninn orðinn óþolinmóður, hann ræðst að manninum og ætlar að slá hann með hramminum, en skógarhöggsmaðurinn var eldsnöggur og hleypur aftur fyrir björninn stingur hendinni upp í afturendann á honum og upp í háls grípur í tunguna á honum og togar í um leið og hann spyrnir í rassgatið á honum, þannig togar hann í tunguna með heljarafli þangað til hann er búinn að snúa bangsa á rönguna. Páll þagnar grafalvarlegur, krakkarnir í bekknum  horfa á hann með hökuna niðri og bíða eftir endinum, eftir drykklanga þögn fer  Palli að skellihlæja og segir: Sagan er búinnBlush.



mbl.is Ísbirnir í Kulusuk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður  :)

Stebbi (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 08:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2012 kl. 13:31

3 identicon

Heill og sæll frændi.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu.

Spurningin frá mér er sú vorum við ekki í sama bekk ?

Ég man söguna þannig að Palli fer með hendina upp í afturendan á birnunum og snýr hjartanu við.

Þannig að björnin bakkaði í burtu.

P.s. það getur líka verið að ég sé kominn með smá alsæmir.

mbk. Stjáni á Emmunni

Kristján óskarsson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 17:42

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég skal segja ykkur sögu um svipuð örlög og þessa bjarnar.

Maður nokkur kom fullur heim af balli og dreif sig af stað upp stigann í blokkinni sinni á leið upp á fjórðu hæð. Þegar hann var kominn upp á fyrsta stigapall, heyrði hann þrusk niðri. Hann sneri sér við, sá ekkert, en heyrði einhvern segja „fullur". Yppandi öxlum hélt hann áfram og þegar hann náði næsta stigapalli, var aftur sagt neðar í stiganum „fullur". Aftur sneri maðurinn sér við án þess að sjá þann sem leiðindunum olli. Á þriðja stigapalli endurtók sagan sig og nú var okkar manni nóg boðið. Hann fór upp um tvö þrep og snarsneri sér svo við til að ná gerandanum. Kom þá í ljós að þarna var á ferð krókódíll af stærri gerðinni. Króksi lagði á flótta niður, maðurinn á eftir og á neðsta palli náði hann kvikindinu. Gerði hann sér lítið fyrir og reif upp opið gin krókódílsins, teygði sig niður í halabrodd, greip þar í og úthverfði óróabelginn með látum. Svo henti hann honum hróðugur frá sér og lagði af stað upp á ný. Fyrst heyrði hann ekkert, svo smá skruðninga og að lokum var sagt niðri: „RULLUF".

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 16.1.2012 kl. 18:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2012 kl. 18:35

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Stjáni frændi og sömu leiðis gleðilegt ár og takk fyrir gömlu góðu árinn. Ekki veit ég hvort þú ert kominn með smá alsæmer eða aldurinn sé farinn að vinna á höfðinu, alla vega er minnið okkar farið að bila. En ég held samt að ég muni þetta rétt því ég skrifaði þessa sögu niður fyrir 15 til 20 árum. Ég man hana ekki eins og þú segir hana. En það vildi svo vel til að ég hitti Palla í dag fyrir utan Ellingsen og fór að segja honum frá þessum skemmtilegu sögum sem hann sagði okkur í gamla daga. Ég minnti hann á þessa sögu um björninn og skógarhöggsmanninn, Palli hló bara af þessu og sagði: Var þetta ekki á Brú ? Palli var einn skemmtilegasti kennari sem kenndi okkur á þessum tíma og hann var  góður náttúrufræðari.

En Stjáni það skiptir ekki máli hvernig við munum söguna hún er alveg jafngóð sama hver endirinn Var, og það hljóta einhverjir fleiri að muna eftir þessum skemmtilegu sögum Palla. Nema að við séum með svona gott stálminni

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.1.2012 kl. 18:48

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þessa sögu og allar aðrar sem téður Palli sagði ykkur, verðið þið að varðveita. Fátt er skemmtilegra en að rifja upp furðusögur og fíflagang frá yngri árum og dreifa sem víðast.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 16.1.2012 kl. 20:27

8 identicon

Sæll aftur.

Nú man ég söguna rétt. Þegar ég er búinn að heyra þá réttu frá Palla.

En sagan með hjartað er endursögð. Eftir þér höfð.

mbk. Stjáni á Emmunni

Kristján óskarsson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 21:16

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Anna Dóra takk fyrir innlitið og þínar athugasemdir, ég tek undir með þér að svona sögur á að varðveita, og ekki síður skemmtilegar prakkarasögur.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.1.2012 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband