13.1.2012 | 09:58
Myndir frá Þjóðhátíð 1952
Á fyrstu myndinni er hliðið inn í Herjólfsdal frá 1952, þarna hefur Íþróttafélagið Þór Séð um þjóðhátíðina, gaman væri að vita hvaða konur eru þarna í hliðinu. Takið eftir DC 3 flugvélinni sem þarna flýgur yfir dalinn. Á þessum árum var stórt auglýsingarskilti í Herjólfsdal frá Flugfélagi Íslands sem á stóð: FLJÚGIÐ MEÐ FÖXUNUM, FLUGIÐ ER FERÐAMÁTI NÚTÍMANS.
Á næstu myndum sér yfir Helólfsdal tjaldborgin og tjörnin í miðjum dalnum.
Hér fyrir neðan hið fræga veitingatjald, þar sem oft er glatt á hjalla.
Og að lokum þarna er maður í ræðustól.
Skemmtilegar myndir frá Halla Steina
Athugasemdir
Skemmtilega gamlar myndir og hinar líka frá gosinu 73.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 11:34
Sæll meistari Sigmar.
Ég fór nú að reikna svona gróflega með puttunum og komst að þeirri niðurstöðu að sennilega hafi ég eiginlega verið á þessari þjóðhátið þó ég sé ekki fæddur fyrr en 53,,"ég kom á þjóðhátíðina með pabba og fór með mömmu" eða þannig sko,ja hérna hér það sem manni dettur í hug.
Kv Laugi árgerð 53
Sigurlaugur Þorsteinsson, 14.1.2012 kl. 17:51
Heill og sæll Laugi, þá þú ert auðsjáanlega góður í reikninggi
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.1.2012 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.