Sigmund Eyjamađur ársins 2011

frettapyramidi2011Fréttapýramídinn:

  

  

  

  

  

  

Sigmund Eyjamađur ársins 2011

- Grímur Kokkur fyrirtćki ársins, Kristín Jóhannsdóttir fyrir framlag til menningarmála, Margrét Lára Viđarsdóttir fyrir framlag til íţrótta og sjómenn og landverkafólk fyrir framlag til eflingar Vestmannaeyja

 Handhafar Fréttapýramídans fyrir áriđ 2011.
Sigmund Jóhannsson, teiknari og uppfinningamađur er Eyjamađur ársins 2011 ađ mati ritstjórnar vikublađsins Frétta.  Afhendingin á Fréttapýramídanum, viđurkenningum blađsins fyrir afrek síđasta árs fór fram í hádeginu en Sigmund hefur í gegnum árin veriđ frumkvöđull í öryggismálum sjómanna, auk ţess sem hann var samviska ţjóđarinnar um áratugaskeiđ í gegnum skopmyndir í Morgunblađinu.

Íţróttamađur ársins 2011 ađ mati Frétta Margrét Lára Viđarsdóttir, knattspyrnukona í Turbina Potsdam í Ţýskalandi.  Margrét Lára er í fremstu röđ íslenskra knattspyrnukvenna. Leikur nú í sterkustu deild heims í kvennaknattspyrnu. Hún var kosin knattspyrnukona ársins á Íslandi 2011 en grunnur ađ ferlinum var lagđur í Vestmannaeyjum í gegnum öflugt starf ÍBV ţar sem hún lék upp alla yngri flokka og međ meistaraflokki.
Fyrirtćki ársins í Vestmannaeyjum er fjölskyldufyrirtćkiđ Grímur kokkur sem er í fremstu röđ í framleiđslu á tilbúnum sjávarréttum.  Vörur fyrirtćkisins fást í öllum matvörukeđjum á Íslandi, fjölmörg mötuneyti eru međal kaupenda auk ţess sem Grímur kokkur byrjađi á árinu ađ flytja út vörur til Fćreyja og er ađ ţreifa fyrir sér á öđrum mörkuđum erlendis.
Framlag til menningarmála í Vestmannaeyjum fyrir áriđ 2011 hlaut Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og markađsstjóri Vestmannaeyjabćjar fyrir ađ hafa ýtt úr vör Safnanótt.   Safnanótt er orđin fjögurra ára menningarhátíđ í Vestmannaeyjum en hún er haldin fyrstu vikuna í nóvember og nćr nú yfir allt Suđurland og til fleiri stađa á landinu.
Framlag til bćttrar stöđu Vestmannaeyja áriđ 2011 sjómenn og landverkafólk í Eyjum.  Áriđ 2011 var eitt besta ár í sögu sjávarútvegs í Vestmannaeyjum.  Fulltrúar sjómanna og landverkafólks tóku viđ viđurkenningum af ţví tilefni. 
Auk ţess fengu skipstjórar og áhöfn á Herjólfi og starfsmenn Flugfélagsins Ernis blómvendi fyrir óeigingjarnt starf í samgöngumálum síđasta ár.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Til lukku međ hann, ófáar skemmtistundir hefur ţessi mađur veitt mér gegnum tíđina í frábćrum skopmyndum sínum. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 10.1.2012 kl. 16:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband