3.1.2012 | 22:55
Faxastígur og Hásteinsvegur
Nr. 1 Þessi hús eru við Faxastíginn. Húsið með flata þakið er Engey. Heimaklettur í baksýn á báðum myndum.
Nr. 2. Þetta eru hús við Hásteinsveg, er einhver sem þekkir húsin á myndunum ( nöfnin á þeim)???.
Myndirna eru frá Halla Steina
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Færsluflokkar
Tenglar
Greinar
- Þórunn Sveinsdóttir Búið er að setja inn myndskreytta útgáfu á PDF formi, af grein Sigmars Þórs um Þórunni J. Sveinsdóttur.
Bloggvinir
-
solir
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
thorirniels
-
reykur
-
fosterinn
-
georg
-
valurstef
-
ews
-
mattikristjana
-
nkosi
-
jonsnae
-
vardturninn
-
omarragnarsson
-
godaholl
-
raggie
-
jp
-
gisligislason
-
nimbus
-
oliskula
-
laugi
-
hljod
-
islandsfengur
-
jaj
-
omarbjarki
-
svanurg
-
fiski
-
saemi7
-
gmaria
-
olafurjonsson
-
snorribetel
-
1kaldi
-
asthildurcesil
-
skari
-
sng
-
nautabaninn
-
bjarnihardar
-
oskareliasoskarsson
-
dressmann
-
flinston
-
skagstrendingur
-
svarthamar
-
noldrarinn
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Simmi.
Gleðilegt nýtt ár og þakka allt það gamla og enn og aftur takk fyrir þessa frábæru síðu. Ég hef verið að skoða myndina sem þú segir að sé af Faxastíg, ég held að það sé ekki rétt. Er þetta ekki mynd af Vestmannabraut eða vestasta hluta hennar. Húsið næst á myndinni, er það ekki húsið sem Sigurður Jónsson (Diddi pabbi) átti heima í ???? Vestmannabraut 73 ????
Húsið fyrir miðri mynd á Hásteinsveginum, getur það verið Héðinshöfði og Nikhóll (er það ekki skrifað svona) vinstra megin við það ???? Dyrnar á Héðinshöfða voru svo færðar vestur fyrir, húsið hægra megin næst á myndinni er Hásteinsvegur 35 og þar bjó Eyvindur og konan hans hún Þóra en hús lést í bílslysi í Reykjavík, ég held árið 1973 eða gosárið. ´
Sem peyji þá bar ég út Morgunblaðið á Hásteinsveginn í nokkur ár, frá því að ég var 11 ára og fram að fermingu (þá tók Gunnar bróðir við og svo Guðrún systir á eftir honum) og þá þekkti ég hvern einasta íbúa í götunni, ég held að 95% íbúa hafi keypt blaðið þá. Frá þessum tíma og fram á daginn í dag búa enn eftirtaldir við götuna: Hallgrímur Óskarsson (Hallgrímur frá Gamló) og frú, Hásteinsvegi 16, Marta Pálsdóttir, ekkja Sveins á Smurstöðinni á Hásteinsvegi 31, Sigurður Þórir Jónsson (Siggi spek) á Hásteinsvegi 47 og hún Jana gamla (Kristjana Sigurðardóttir) á Hásteinsvegi 48, 97 ára í dag, mamma Sigurrósar og Eyglóar Ingólfs. (úrara) Þeir síðustu sem fóru, fluttu eða dóu voru Beggi frændi frá Hlíðardal og Tryggvi Jónasar. og ekkjur þeirra. Síðasta árið sem ég bar út Moggann á Hásteinsveginn þá var fólk ný flutt í blokkina og minnir mig að ég hafi sett blaðið í alla póstkassana í húsinu. Oft var blaðburðurinn erfiður og þá sérstaklega þegar ekki hafði verið flogið í einhverja daga og "gamli" Herjólfur kom að mig minnir tvisvar eða þrisvar í viku, fór þá líka til Hafnar í Hornafirði.
Fyrir ekki svo löngu þá ók ég Hásteinsveginn og var að rifja upp hverjir bjuggu í húsunum á árunum sem ég var "Moggastrákur" og er ég nokkuð viss um að ég gæti sagt þér það alveg 100% í dag.
Kveðja frá perlu Atlandshafsins.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 01:23
Heill og sæll Pétur og sömu leiðis gleðilegt ár og takk fyrir gamlar og góðar liðnar samverustundir. Ég þakka þér kærlega fyrir þessa skemmtilegu og fróðlegu athugasemd. Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér með Héðinshöfða og húsin þar í kring, það smellpassar við þá minningu sem ég á um þessi hús.
Sennilega er það líka rétt hjá þér með að þetta sé á Vestmannabraut,ef þetta er húsið sem Diddi pabbi átti heima, var þá ekki húsið sem Jón Kjartansson bjó í þar við hliðina og var það hús ekki með flötu þaki ? ef svo er þá passar þetta vel hjá þér. Gaman væri að fá fleiri athugasemdir við þessa mynd.
Það er virkilega gaman að fá svona minningarbrot um það þegar þú varst að bera út Morgunblaðið, og þegar þú telur upp þetta fólk sem átti þarna heima hér áður fyrr. Enn og aftur takk fyrir þetta Pétur og ég bið að heilsa þér og þinum.
Gaman væri að vera út í Eyjum á þrettándanum, maður hugsar alltaf heim á þeim tíma.
Kær kveðja Sigmar Þór
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.1.2012 kl. 21:43
Sæll Simmi
Jú rétt Simmi það var hús með flötu þaki við hliðina á heimili Didda og er enn. Í því húsi til margra ára bjó Snorri Vestmann og síðan Tommi Páls. og fjölskylda í einhvern tíma. Þar fyrir austan bjó Jón Kjartansson og fjölskylda og í dag býr þar dóttir hans Helga og fjölskylda.
Ég gleymdi að láta fylgja með Moggasögunni að við blaðburðarkrakkarnir þurftum að rukka fyrir blaðið líka um hver mánaðarmót en þá fékk maður heim lítið rukkunarhefti, blátt að lit. Það var alltaf sama fólkið sem lét mann koma aftur og aftur að rukka fyrir blaðið, komdu á fimmtudaginn, komdu á föstudaginn, komdu um næstu helgi. Bar við ótrúlegum afsökunum með þessu.
En þetta var allt gleymt og grafið á aðfangadag en þá komu öðlingarnir, bræðurnir Tryggvi og Björn Guðmundssynir (á barnum) með blaðið heim og með fylgdi stór konfektkassi í jólagjöf.
Kveðja.
Pétur
Pétur Steingrímsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.