Fallegir bátar í slipp í Vestmannaeyjum

scan0049

Nú vantar mig nöfn á þessum bátum sem eru í slipp í Eyjum, þetta er örugglega Vonin VE 113.

scan0053

 Þrjár næstu myndir eru af sama bátnum, en því miður veit ég ekki um nafn hans.

scan0054

Báturinn hefur númerið VE 325 sem var númerið á Ófeig III en erfitt er að lesa nafið á bátnum. Nú vantar mig hjálp Tryggva bátasérfræðings sem á örugglega þessa báta á sinni síðu.

Eða er einhver sem þekkir nafnið á bátnum ???

Myndirnar eru frá Halla Steina

Þórarinn rafvirki kom með nafið á bátnum en hann heitir Erlingur II VE 325. Þá höfum við það og takk fyrir Þórarinn.Smile

  

scan0055


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu þetta er örugglega Erlingur ll en hann var lengdur 1941 þetta er sennilega eftir að búið var að lengja hann kv þs

þs (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 20:10

2 identicon

Sæll aftur kíktu á færslu á blogginu þínu 15 sept 2009 kv þs

þs (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 20:41

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir þessar upplýsingar. Ég færi þar upp.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.1.2012 kl. 21:09

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll aftur Þórarinn, já þetta er sami bátur og þarna sést á Bæjarbryggunniá blogginu mínu frá 15.09.2009.

Það er gaman að þú skulir muna meira af bloggfærslum mínum en ég sjálfur.Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.1.2012 kl. 21:15

5 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Tóti veit allt Simmi. En gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu.

Valmundur Valmundsson, 5.1.2012 kl. 14:48

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valmundur og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna, ég fer allaf inn á bloggið þitt til að fá fréttir af aflabrögðum í Eyjunum.

 Já Tóti vinur minn er ótrúlega glöggur að þekkja menn báta og hús á þessum gömlu myndum, hann hefur hjálpað mér mikið að texta

 myndir sem ég hef sett hér á bloggið mitt. Það gefur þessum gömlu myndum meira gildi.

Vonandi fáið þið gott veður á þrettándanum á morgun Valmundur.

Kær kveðja úr Kópavogi

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.1.2012 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband