Fyrsti traktorinn til Eyja

scan0139

Myndin er af fyrsta traktor sem fluttur var til Vestmannaeyja af Helga Benónýssyni frá Vesturhúsum. Ólafur bróðir Helga situr við stýrið.

Myndirnar eu frá Halla Steina nema myndin af Helga er skönnuð úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1986.

 

 

 

 

 

 

Helgi B

Helgi Benónýsson var f. 23.04. 1900 að Stóru- Drageyri í Skorradal hann lést 19, ágúst 1985. Árið 1921 hélt Helgi norður í land og settist á skólabekk í búnaðarskólanum að Hólum í Hjaltadal , þaðan sem hann útskrifaðist sem búfræðingur og lauk síðan framhaldsnámi í Danmörku.

Árið 1928 fluttist Helgi til Vestmannaeyja, ráðin til að standa fyrir jarðarbótum fyrir Eyjabændur. Í Vestmannaeyjum kynntist hann Nönnu Magnúsdóttur sem síðar varð eiginkona hans. Nanna var dóttir Magnúsar Guðmundssonar útvegsbónda á Vesturhúsum  og Jórunnar Hannesdóttur konu hans. Jórunn var dóttir hins nafnfræga Hannesar lóðs frá Miðhúsum.

1939 byrjaði Helgi í útgerð, hann gerði út ýmsa báta þar á meðal , Sídon VE sem keyptur var frá Svíþjóð 1946 þann bát gerði hann út í níu ár. Eigendur ásamt Helga voru  þeir Árni Sigurjónsson, Axel og Ólafur Halldórssynir og Angantýr Elíasson.

Helgi var mikill félasmálamaður, hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Fiskifélag Íslands og var í mörg ár umboðsmaður Ægis blaðs Fiskifélagsins. Hann sat mörg ár á Fiskiþingi og Búnaðarþingi.

Helgi og Nanna bjuggu allann sinn búskap að Vesturhúsum  í Vestmannaeyjum eða til  ársins 1970 að þau fluttu til Reykjavíkur.

Angantýr Elíasson samstarfsmaður Helga Benónýssonar til margra ára  ritar minningargrein um Helga í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1986 og ber honum þar vel söguna, það er auðséð að þeir hafa átt gott samtarf þau ár sem þeir voru saman í útgerð.

Þessar línur eru að mestu byggðar á umræddri minningargrein Angantýrs Elíassonar.

downloadscan0140

Þessar tvær myndir eru af Hannesi lóðs, sú fyrri er eins og til víða, en sú seinni er eins og Jórunn móðir Halla Steina man eftir honum, veður og sjó barinn og klæddur í tísku þess tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi .

Gleðilegt ár til þín og fjölskyldu, ásamt öllum sem koma á síðuna hjá þér.

Ég sé Halla Steina fyrir mér á báðum myndunum.

mbk. Stjáni á Emmunni.

Kristján óskarsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 20:59

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll frændi og sömu leiðis gleðilegt ár og takk fyrir allt gamallt og gott

Þetta eru skemmtilegar myndir frá Halla Steina, sem eru reyndar miklu fleiri og mun ég setja þær allar inn á næstu dögum.

Kær kveðja til þín og þinna, vonandi komið þið Emma sem fyrst í heimsókn á Heiðarhjallann, við þurfum margt að spjalla Stjáni minn eins og þú veist.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.1.2012 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband