Kálgarðar vestan við Heiðarveg

Kálgarðar vestan við Heiðarveg

Á þessari mynd sem tekin er yfir Vestmannaeyjabæ sjást kálgarðarnir sem voru vestan við Heiðarveg sem liggur þvert á myndina. Vegurinn lengst til hægri er Hásteinsvegur,  þá kemur Faxastigur og síðan Vestmannabraut. Þarna er ekki búið að byggja Hótel HB eða Stúkuhúsið. Efst á Heiðarvegi er húsið Pétursey þar sem verslunin Borg var og þarna er líklega í byggingi við Hásteinsveg húsið sem Óskar á Háeyri og Inga Andersen búa nú í. Ekki veit ég hvenær þessar myndir eru teknar en þær eru töluvert gamlar.

Myndirnar sendi mér Halli Steini

 Kálgarðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, ég held að húsið við Hássteinsveg sem þú nefnir sé húsið sem faðir Sigurðar Þ. Jónssonar hafnarvarðar byggði í kringum 1930 . Kveðja til ykkar hjóna, Sigþór

Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 23:39

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heillog sæll Sigþór og takk fyrir innlitið. Ég er ekki sammæala þér þar sem þetta er miklu stærra hús. Húsið sem þú talar um er húsið sem er austan megin við þetta hús.

Sömu leiðis kær kveðja til ykkar hjóna og gleðilega rest.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.12.2011 kl. 23:50

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll aftur Sigþór, þegar ég stækkaði myndina upp þá sé ég að þetta er líklega rétt hjá þér að þetta e rhúsið sem faðir Sigurðar Þ byggði.

Takk fyrir þetta

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.12.2011 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband