Áhöfnin á Ófeigi III

scan0046Myndin er af Áhöfninni á Ófeigi III. VE 325. Skipið var smíðað í Hollandi 1954.

Í glugganum vinstra megin er Gunnar Haraldsson Vélstjóri og hægra megin í glugganum er Ólafur Sigurðsson Skipstjóri og eigandi skipsins á þessum tíma, hann var oftast kendur við húsið Skuld.

Fremri röð tfv: Grétar Skaftason, Gunnlaugur Björnsson, sá með pottlokið Hjálmar Sigurður Hjálmarsson og sá sem er hægra megin við hann Daníel Hafliðason.

Þá vantar nöfn á tveimur öftustu til vinstri á myndinni og peyjanum sem er þarna í stjórnborðsganginum. 

Gaman væri að fá hér athugasemdir um nöfn þeirra sem vantar. 

Þessa mynd sendi mér Haraldur Þorsteinn Gunnarsson ásamt mörgum gömlum myndum frá Vestmannaeyjum. Ég set þær hér á síðuna á næstu dögum.

Þakka ég Halla Steina kærlega fyrir myndasendinguna.

2 identicon

Sæll aftur,,fékk þær upplysingar að þessi með pottlokið er Hjálmar Sigurður Hjálmarsson frá Bakkafirði og sá sem er hægrameginn við hann er Daníel Hafliðason úr Þykkvabænum,spurningin er hver er peyinn sem sb meginn við stýrihúsið kv þs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu... Ég held aðí fremri röðinni frá vinstri séu Grétar Skafta og Gunnlaugur Björnsson frá Gjábakka en þeir fórust með Þránni kv þs

þs (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 12:59

2 identicon

Sæll aftur,,fékk þær upplysingar að þessi með pottlokið er Hjálmar Sigurður Hjálmarsson frá Bakkafirði og sá sem er hægrameginn við hann er Daníel Hafliðason úr Þykkvabænum,spurningin er hver er peyinn sem sb meginn við stýrihúsið kv þs

þs (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 13:41

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn og þakka þér fyrir þessar upplýsingar, ég er þakklártur fyrir hvað þú er duglegur að hjálpa mér að texta þessar gömlu myndir. Ég hafði nú ekki tekið eftir peyanum þarna í ganginum.

Ég er þakklátur fyrir hvað þú ert duglegur að hjálpa mér að finna nöfn á þeim mönnum sem myndirnar eru af, það er mun skemmtilegra að skoða þessar myndir ef góður upplýsandi texti fylgir.

Við hér á Heiðarhjallanum biðjum að heilsa þér og þínum með ósk gæfuríkt komandi árs.

Kær nýárskveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.12.2011 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband