Minningarbrot og góð ráð

 Myndin er af okkur Valla í brúnni á gamla Herjólfi

Í brúnni á Gamla Herjólfi

Ég hef verið duglegur að næla mér í þessar pestir sem ganga yfir þessa dagana, er nú með kvef og tilheyrandi leiðindi.Blush

Þetta leiddi hugann að þeim húsráðum sem ég hef lært um dagana, hvernig best er að ná þessum fjanda úr sér á  fljótvirkan hátt. Besta ráð sem ég man eftir fékk ég frá vini mínum Sævaldi Elíassyn stýrimanni og skipstjóra þegar við vorum hér á árum áður saman stýrimenn á Herjólfi en þá eins og nú fékk maður oft þessar skítapestir.

Ráð Valla var einfalt og gott og virkað vel, en það var á þessa leið:

Ef þú færð kvef eða aðrar pestir þá er þetta óbrigðult ráð til að ná úr sér pestinni á stuttum tíma.

Þú færð þér kaffi með tvöföldum Whisky  minnst tvisvar til þrisvar á dag ( má sleppa kaffinu) þetta gerir þú samviskusamlega í sjö daga í röð,  á sjöunda degi verður þú örðin fullfrískur.  Ef þú gerir þetta ekki, þá tekur það heila viku að ná þessum fjanda úr sér sagði Valli vinur minn grafalvarlegur.

Og þetta er tilfellið að ef maður fer ekki eftir þessu góða ráði Valla þá tekur þetta heila vikuSmile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, já hann Valli klikkar ekki á svona smámunum, þú ert semsagt þræl mjúkur þessa dagana?????

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.12.2011 kl. 22:19

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur, já ég er hálfnaður með meðferðina, verst að þurfa að fara í vinnu á morgun

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.12.2011 kl. 22:26

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.12.2011 kl. 20:56

4 identicon

Sæll ég kann nú betur við þig svona vejulega ruglaðan.hafðu mín ráð slepptu Valla aðferðinni kv þs

þs (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 21:09

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Já en þetta klikkar ekki Þórarinn og Helgi

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.12.2011 kl. 21:35

6 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Verkstjórinn min hjá Ístak gaf mér svofellt ráð þegar ég var alveg undirlagður af eitthverri svona skítapest.

Hann sagði mér að fara heim og fá mér heitt og sterkt kaffi með góðum slurk af Wyski og skríða svo undir sæng og svitna þetta úr mér,,,,ég gerði eins og mér var sagt lagaði rótsterkt kaffi og setti einn 3 faldann Wyski útí og þar sem mér fannst þetta ekki virka nægilega vel fékk ég mér annann bolla af kaffi,en minna af kaffi og meira af Wyski og svei mér þá alla daga,ég var komin á barinn innann 2 tíma alhess og kátur og bætti á mig meira Wyski en minna af kaffi og morgunin eftir var ég svo þunnur að ég gleymdi öllu um pestina,svínvirkaði þetta góða ráð og mér hefur ætíð síðan þótt vænt um þennann verkstjóra,þó svo að hann hafi verið svolítið pirraður þegar ég gat ekki mætt í vinnu á trailernum daginn eftir,en sterk meðul virka vel og minnst 15 tíma eftir að þeirra er neytt.

Lifðu heill meistari og prufaðu þessa aðferð,svínvirkar.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 12.12.2011 kl. 21:38

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk fyrir þetta góða ráð, ég er nú þegar að hressast þannig að ég nota þetta góða ráð bara næst. Það er alltaf hressandi og skemmtilegt að fá frá þér línu Laugi minn, vonandi sleppur þú við flensufjandan.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.12.2011 kl. 21:54

8 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll Simmi.

Þetta er heillaráð hjá honum Valla. Ein gömul um Guðfinn á Árna í Görðum. Maggi Emils fékk einu sinni ígerð í fingur og bar sig illa. Guðfinnur sagðist redda þessu á sólarhring. Náði í smokk í lyfjakistunni og spritt, setti spritt á smokkinn og á fingurinn á Magga. Eftir sólarhring var ígerðin horfin. En svo sagði Maggi; ,,En þegar ég fékk gyllinæðina þá hætti ég með Guðfinni."

Valmundur Valmundsson, 15.12.2011 kl. 13:53

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valmundur, og takk fyrir frábæra sögu um vin minn Guðfinn á Árna í Görðum og Magga Emils. Þessi er nú með þeim betri og það er einmitt svona skemmtilegar sögur sem eiga heima á blogginu okkar.

Ég á nokkrar sögur af sjónum sem ég á einhverstaðar skrifaðar, en stundum var þetta nú ekki mjög mannlegar aðfarir sem voru viðhafðar á netabátunum í þá gömlu góðu.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.12.2011 kl. 21:06

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, úr því að Valmundur er að tala um Guðfinn frá Hamri, þá get ég frætt ykkur um það að Lýður Ægirsson á margar sögur í fórum sínum að kallinum, man ég eftir einni sögu sem Lýður skrifaði í Sjómannablað Vestmannaeyja árið ? En hún hljóðaði í grófum dráttum á þá leið að ungur peyji var á Árna í Görðum, svo gerist það einn daginn að einhver þurfti á hjúkrun hjá kallinum og fékk náttúrulega spritt á sárið, og svona gekk það alla vertíðina, nema það að einn daginn eftir helgi góða að nefndur peyji hafði fengið einhvern óþvera í tippið og fyrir sitt litla líf þorði hann ekki til Guðfinns, heldur talaði við stýrimanninn(lýð) því hann vissi sem er að kallin myndi baða "vinin" upp úr alkahóli með tilheyrandi sársauka.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband