11.12.2011 | 11:57
Munum eftir góðum verkum Björgunarsveitanna
Frétt af mbl.is
Þrjú útköll í nótt
Innlent | mbl.is | 11.12.2011 | 10:31
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út þrívegis í nótt til aðstoðar. Mikið hefur verið um slíkar beiðnir síðustu daga og má þær í flestum tilvikum rekja til rysjóttar veðráttu.
Eins og kemur fram í þessari frétt hefur mikið verið að gera hjá Björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þar sem þetta harðduglega fólk sem gefur sig í þessi björgunarstörf hefur verið að bjarga og leita að fólki sem þarf á hjálp að halda, bæði á sjó og landi, upp á jöklum og hálendi. Ekki er ég viss um að allir geri sér grein fyrir hvað það er mikilsvert að eiga svona öflugar björgunarsveitir sem eru í flestum tilfellum vel búnar tækjum og tólum til að vinna þessi verk og alltaf tilbúnar þegar neyðarkall kemur. Allt kostar þetta mikla peninga þó fólkið sem vinnur þessi erfiðu verkefni vinnu þau í sjálfboðavinnu.
Ég vil því minna landsmenn á að hugsa til Björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þegar þær eru með sínar fjaraflanir, en næsta fjáröflun hjá Björgunarsveitunum er þegar þær selja flugelda fyrir næstu áramót, það er ein þeirra mikilvægasta fjáröflun til að geta rekið góðar öflugar Björgunarsveitir.
GÓÐIR LANDSMENN STÖNDUM MEÐ BJÖRGUNARSVEITUNUM
Þrjú útköll í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.